„Hirohito“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
22778811E (spjall | framlög)
Lína 45:
Eftir að kjarnorkusprengjurnar féllu á Hiroshima og Nagasaki, ávarpaði Showa keisari japönsku þjóðina í útvarpssendingu [[15. ágúst]] 1945 (japanska:玉音放送 gyokuno-hoso) og tilkynnti [[skilyrðislaus uppgjöf|skilyrðislausa uppgjöf]] Japans, þar með vék hann frá fyrri hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að vernda stöðu hans. Ávarpið var ekki sent út beint heldur var upptaka spiluð, var það í fyrsta skipti sem almenningur heyrði rödd hans hátignar.
 
[[Harry S. Truman]] reyndi meðal annarra að fá Showa keisara leiddann fyrir dómstól vegna stríðsglæpa. [[Douglas MacArthur]] krafðist þess á hinn bóginn að Showa keisari sæti áfram á táknrænan hátt. Showa keisari, var ekki ákærður, sat áfram en þurfti að hafna því að vera afkomandi Sólar gyðjunar, með guðlegan mátt, lýsti hann því yfir mannlegu eðli sínu. MacArthur taldi Showa keisara gagnast Bandamönnum við að fá Japani til að sætta sig við hernámið.
 
Eftir stríðið vann hann þau verk sem þjóðhöfðingi þarf að vinna, ferðaðist til annarra ríkja til að endurreisa og treysta stjórnmálatengsl við önnur ríki. Hann var áhugasamur um sjávarlíffræði.