„Bertrand Russell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m →‎Siðfræði: Innsláttarvillur
→‎Siðfræði: Tengli breytt
Lína 54:
 
=== Siðfræði ===
Russell skrifaði heilmikið um [[siðfræði]]leg efni en taldi þó ekki að siðfræðin ætti heima innan heimspekinnar eða að hann væri að skrifa um siðfræði sem heimspekingur.<ref>Um siðfræðileg og félagsheimspekileg skrif Russells, sjá A.D. Irvine, [http://plato.stanford.edu/entries/russell/ „Bertrand Russell“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2010) (Skoðað 27. júlí 2011). Ítarlegri umfjöllun má finna hjá Charles Pigden, [http://plato.stanford.edu/entries/russell-moral/ „Russell's Moral Philosophy“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2007) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref> Á yngri árum sínum varð Russell fyrir miklum áhrifum frá riti [[G.E. Moore]] ''Principia Ethica''. Eins og Moore taldi hann þá að [[siðferði]]legar [[staðreynd]]ir væru [[Hlutlægni|hlutlægar]] en yrðu einungis þekktar í gegnum [[innsæi]], þær væru einfaldir eiginleikar hluta en jafngiltu ekki (t.d. ánægja er góð) þeim náttúrulegu fyrirbærum sem þeir eru oft eignaðir (sjá [[Náttúruhyggjuskekkjan|náttúruhyggjuskekkjuna]]). Þeir töldu að þessa einföldu og óskilgreinanlegu siðferðilegu eiginleika væri ekki hægt að greina á grundvelli annarra eiginleika sem siðferðilegu eiginleikarnir eru oft kenndir við. Þegar fram liðu stundir varð hann á hinn bóginn meira sammála heimspekilegu hetjunni sinni, [[David Hume]], sem taldi að siðferðishugtök vísuðu til [[Huglægni|huglægra]] [[gildiGildi (siðfræði)|gilda]] sem ekki er hægt að sannreyna á sama hátt og [[staðreynd]]ir. Ásamt öðrum kenningum Russells höfðu þessar kenningar áhrif á [[Rökfræðileg raunhyggja|rökfræðilega raunhyggjumenn]], sem settu fram og þróuðu [[samhygðarhyggja|samhygðarhyggju]], sem kvað á um að siðfræðilegar staðhæfingar (auk staðhæfinga [[frumspeki]]nnar) væru í eðli sínu [[merking]]arlausar og óskiljanlegar, og jafngiltu tjáningu á [[viðhorf]]um manns og [[löngun]]um. Þrátt fyrir áhrifin sem hann hafði á rökfræðilegu raunhyggjumennina tók Russell sjálfur ekki svo djúpt í árinni, því hann taldi siðfræðilegar spurningar merkingarbærar og raunar bráðnauðsynlegar í sérhverri samfélagsumræðu. Þótt Russell væri oft lýst sem dýrlingi skynseminnar var hann þó sammála [[David Hume|Hume]] um að skynsemin ætti að vægja fyrir siðferðinu.
 
=== Trúarbrögð og guðstrú ===