„Bertrand Russell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m →‎Siðfræði: Innsláttarvillur
Lína 54:
 
=== Siðfræði ===
Russell skrifaði heilmikið um [[siðfræði]]leg efni en taldi þó ekki að siðfræðin ætti heima innan heimspekinnar eða að hann væri að skrifa um siðfræði sem heimspekingur.<ref>Um siðfræðileg og félagsheimspekileg skrif Russells, sjá A.D. Irvine, [http://plato.stanford.edu/entries/russell/ „Bertrand Russell“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2010) (Skoðað 27. júlí 2011). Ítarlegri umfjöllun má finna hjá Charles Pigden, [http://plato.stanford.edu/entries/russell-moral/ „Russell's Moral Philosophy“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2007) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref> Á yngri árum sínum varð Russell fyrir miklum áhrifum frá riti [[G.E. Moore]] ''Principia Ethica''. Eins og Moore taldi hann þá að [[siðferði]]legar [[staðreynd]]ir væru [[Hlutlægni|hlutlægar]] en yrðu einungis þekktar í gegnum [[innsæi]], þær væru einfaldir eiginleikar hluta en jafngiltu ekki (t.d. ánægja er góð) þeim náttúrulegu fyrirbærum sem þeir eru oft eignaðir (sjá [[Náttúruhyggjuskekkjan|náttúruhyggjuskekkjuna]]). Þeir töldu að þessa einföldu og óskilgreinanlegu siðferðilegu eiginleika væri ekki hægt að greina á grundvelli annarra eiginleika sem siðferðilegu eiginleikarnir eru oft kenndir við. Þegar fram liðu stundir varð hann á hinn bóginn meira sammála heimspekilegu hetjunni sinni, [[David Hume]], sem taldi að siðferðishugtök vísuðu til [[Huglægni|huglægra]] [[gildi|gilda]] sem ekki er hægt að sannreyna á sama hátt og [[staðreynd]]ir. Ásamt öðrum kenningum Russells höfðu þessar kenningar áhrif á [[Rökfræðileg raunhyggja|rökfræðilega raunhyggjumenn]], sem settu fram og þróuðu [[samhygðarhyggja|samhygðarhyggju]], sem kvað á um að siðfræðilegar staðhæfingar (auk staðhæfinga [[frumspeki]]nnar) væru í eðli sínu [[merking]]arlausar og óskiljanlegar, og jafngiltu tjáningu á [[viðhorf]]um manns og [[löngun]]um. þráttÞrátt fyrir áhrifin sem hann hafði á rökfræðilegu raunhyggjumennina tók Russell sjálfur ekki svo djúpt í árinni, því hann taldi siðfræðilegar spurningar merkingarbærar og raunar bráðnauðsynlegar í sérhverri samfélagsumræðu. Þótt Russell væri oft lýst sem dýrlingi skynseminnar var hann þó sammála [[David Hume|Hume]] um að skynsemin ætti að vægja fyrir siðferðinu.
 
=== Trúarbrögð og guðstrú ===
Lína 60:
 
Í ræðu sinni frá [[1949]] „Am I an Atheist or an Agnostic?“ ræddi Russell um vafa sínum um hvort hann ætti að kalla sjálfan sig [[guðleysi]]ngja (e. atheist) eða [[trúleysi]]ngja (e. agnostic)<ref>Þessi greinarmunur er ekki alltaf gerður á íslensku. Fyrrnefnda orðið (atheism) getur verið notað annaðhvort um vantrú á guð (svokallað veikt trúleysi) eða þá trú að guð sé ekki til (svokallað sterkt trúleysi) en síðarnefnda orðið (agnosticism) getur verið notað um það viðhorf að maður viti ekki hvort guð er til eða ekki eða að það sé ekki hægt að vita hvort guð sé til eða ekki.</ref>:
{{Tilvitnun|Ef ég væri einungis að tala við heimspekinga myndi ég sem heimspekingur lýsa sjálfum mér sem trúleysingja, vegna þess að ég held að það ekki ekki með neinu móti hægt að sýna í eitt skipti fyrir öll að það sé ekki til neinn guð. Á hinn bóginn, ef ég vil gefa venjulegum manni úti á götu rétta mynd af mér, þá held ég að ég ætti að kalla sjálfan mig guðleysingja, vegna þess að þegar ég segi að ég geti ekki sannað að guð sé ekki til, þá ætti ég að bæta því við að ég get ekki heldur sannað að guðirnir í [[Hómerskviður|Hómerskviðum]] séu ekki til.|Bertrand Russell|Collected Papers, 11. bindi: 91}}
 
Enda þótt Russell drægi síðar í efa tilvist guðs féllst hann þó á námsárum sínum á [[verufræðilegu rökin fyrir tilvist guðs]]: