Munur á milli breytinga „Ólafur Th Ólafsson“

m
(Kökugerð)
(m)
[[File:OliTh6.jpg|right|thumb|240px|Teiknitól, uppstilling eftir Ólaf Th Ólafsson (einkaeign)]]
 
'''Ólafur Th Ólafsson''' myndlistarmaður er fæddur 3.10.1936 í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sína til [[Selfoss]] 1965. Ólafur útskrifaðist úr [[Myndlista- og handíðaskóli Íslands|Myndlista- og handíðaskóla Íslands]] 1979 og hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Selfossi og í Reykjavík og víðar. Ólafur hefur einnig lagt stund á [[skrautskrift]] og aðra [[skreytilist]], hannað skilti, [[vörumerki]] og lógó eða einkennismerki. Þekkt lógó eru t.d. félagsmerki [[Íþróttafélagið Gerpla|Íþróttafélagsins Gerplu]] í Kópavogi, merki Fjölbrautarskóla Suðurlands og merki Kökugerðar HP Selfossi. Skilti eftir Ólaf sjást víða um Selfoss. Hann hefur einnig lagt hönd að leikmyndahönnun og leiktjaldamálun hjá [[Leikfélag Selfoss|Leikfélagi Selfoss]].
Ólafur hefur reynt fjölmörg listform en á síðari árum hefur hann einbeitt sér mest að vatnslitamyndum en vinnur þó einnig að olíumálverkum.
 
Ólafur Th Ólafsson hlaut menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar 2014.
 
Eiginkona Ólafs er Gyða SveinbörnsdóttirSveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1937).
 
[[File:Kökugerð HP Selfossi.jpg|centre|thumb|240px|Kökugerð HP Selfossi. Skilti eftir Ólaf Th Ólafsson]]
Óskráður notandi