„Slóvenska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
22778811E (spjall | framlög)
Lína 7:
Elsta heimild slavneskrar tungu eru [[Freising handritin]] sem talin eru hafa verið rituð einhvern tímann á bilinu [[972]] til [[1093]]. Slóvensku í nútímalegri mynd varð vart á [[16. öld]] í verkum [[Primož Trubar]], [[Adam Bohorič]] og [[Jurij Dalmatin]] sem voru undir áhrifum [[Endurreisnin|Endurreisnarinnar]]. Á [[19. öld]] þegar Slóvenía var hluti [[Austurrísk-ungverska keisaradæmið|Austurrísk-ungverska keisaradæmisins]] talaði slóvenskur aðall [[þýska|þýsku]] og almúginn slóvensku. Slóvenska mótaðist því að nokkru leyti af þýsku, dæmi um [[tökuorð]] eru þýska nafnorðið ''Polster'' sem þýðir koddi og til eru tvö slóvensk orð yfir ''blazina'' og ''poušter''. Annað dæmi er ''izvijač '' sem þýðir skrúfjárn og ''šrauf'ncigr'' sem á rætur sínar að rekja til þýska orðsins ''Schraubenzieher''.
 
Vísinda- og fræðimenn notuðu gjarnan þýsku í verkum sínum fram á þriðja áratug 20. aldar. Menningarbylgjur [[Illyrismi|Illyrisma]], þjóðernishreyfinguþjóðernishreyfing Króata, og [[Pan-Slavismi|Pan-Slavisma]], sameinaðri þjóðernishreyfingu Slava, höfðu einnig áhrif á þróun slóvensku. [[Josip Jurčič]] einn fyrsti rithöfundur Slóvena sem skrifaði bækur á slóvensku nýtti [[serbneska|serbnesk]] orð í bók sinni [[Tíundi bróðirinn]] sem kom út [[1866]].
 
Á tímum [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] var Slóvenía hernumin af [[Öxulveldin|Öxulveldunum]]: Ítalíu, Þýskalandi og Ungverjalandi. Slóvensk menning var barin niður og áróðri dreift sem hvatti Slóvena til þess að tala þýsku. Eftir stríðið varð Slóvenía hluti af [[Júgóslavía|Júgóslavíu]], í stjórnartíð [[Josip Broz Tito]] varð slóvenska eitt af opinberum tungumálum ríkisins og notuð á öllum sviðum daglegs lífs. Eina undantekningin var júgóslavneski herinn þar sem serbo-króatíska var notuð eingöngu. Er Slóvenía hlaut sjálfstæði [[1991]] var slóvenska að opinberu tungumáli einnig innan slóvenska hersins.