„Hægriflokkurinn (Svíþjóð)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Flokkurinn hefur tvisvar skipt um nafn. Frá 1938 til 1952 hét flokkurinn ''Högerns riksorganisation'' og frá 1952 til 1969 hét hann einfaldlega ''Högerpartiet''. Þó flokkurinn hafi tekið að sér það hlutverk að leiða stjórnarandstöðuna gegn sósíaldemókrötum dróst fylgi flokksins saman frá 1934, og náði það lágmarki í kosningunum 1968 þegar flokkurinn varð minnsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Flokkurinn tók þá nýja stefnu og nafn sem endurspeglaði stefnubreytinguna, ''Moderata samlingspartiet''. Í kosningunum 1976 misstu Sósíaldemókratar þingmeirihluta sinn sem þeir höfðu haldið með stuttum hléum frá 1932 og tók Hægriflokkurinn þá þátt í myndun ríkisstjórnum [[Miðflokkurinn (Svíþjóð)|Miðflokksins]] undir forsæti [[Thorbjörn Fälldin]], 1976-1978 og 1979-1981. Árið 1981 sleit Hægriflokkurinn stjórnarsamstarfinu og í kjölfar kosninganna 1982 mynduðu sósíaldemókratar ríkisstjórn að nýju. Í kjölfar kosninganna 1991 mynduðu hægriflokkarnir að nýju ríkisstjórn, nú undir forsæti [[Carl Bildt]], formanns Hægriflokksins.
 
Á landsfundi flokksins 2003 breytti flokkurinn enn um áherslur og FredrikReinfeldtFredrik Reinfeldt, núverandi formaður og forsætisráðherra Svíþjóðar, tók við stjórn flokksins. Í kosningunum 2006 vann hann stórsigur, 26,23% atkvæða, stærsta kosningasigur sinn síðan 1928. Reinfeld varð í kjölfarið forsætisráðherra í samsteypustjórn hægriflokkanna. Í kosningunum 2010 bætti flokkurinn við sig, og fékk nú 30,06% atkvæða.
 
[[Flokkur:Sænsk stjórnmál]]