„Kosningabarátta Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2016“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ice-72 (spjall | framlög)
Lína 7:
 
=== Reykjavíkurkjördæmi ===
Samfylkingarfélagið í Reykjavík ákvað að halda rafrænt flokksval til að skipa á listana í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 8.-10. september. Frambjóðendur munu bjóða sig fram á einn lista og byggt á því munu efstu frambjóðendurnir fá að velja á milli þess að taka sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] eða [[Reykjavíkurkjördæmi suður|suður]]. Niðurstöður flokksvalsins munu vera bindandi fyrir 8 efstu sætin og mun kjörstjórn svo skipa hin sætin og mun hún byggja val sitt á niðurstöðunum í hinum sætunum. Reglur flokksins kveða á um að jafnt hlutfall kynja skuli skipa lista flokksins og auk þess mun einn af þremur efstu frambjóðendunum á listanum vera yngri en 35 ára.<ref>[http://www.xs.is/flokksval-i-reykjavik/ Fréttatilkynning frá Samfylkingunni um flokksval í Reykjavík], 19. ágúst 2016. Skoðað 21. ágúst 2016. </ref>
 
=== Suðvesturkjördæmi ===
[[Mynd:Sosial- og trygdeminister, Island.jpg|thumb|Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður og ráðherra flokksins, sækist áfram eftir oddvitasætinu á lista flokksins. ]]
Ákveðið var að halda flokksval í [[Suðvesturkjördæmi]] þar sem allir skráðir flokksmenn í kjördæminu gátu boðið sig fram og kosið á milli frambjóðenda. Flokksvalið mun fara fram 8.-10. september í gegnum bæði rafræna og hefðbundna kosningu. Niðurstöður flokksvalsins munu vera bindandi fyrir fjögur efstu sætin á listanum, en kjörstjórn mun skipa hin sætin og mun byggja val sitt á niðurstöðunum í hinum sætunum. Reglur flokksins kveða á um að jafnt hlutfall kynja skuli skipa lista flokksins og auk þess mun einn af þremur efstu frambjóðendunum á listanum vera yngri en 35 ára.<ref>[http://www.xs.is/flokksval-i-sudvesturkjordaemi/ Fréttatilkynning frá Samfylkingunni um flokksval í Suðvesturkjördæmi], 19. ágúst 2016. Skoðað 21. ágúst 2016. </ref>
 
Fyrir kosningarnar 2013 hafði [[Árni Páll Árnason]], þáverandi formaður flokksins, leitt listann í [[Suðvesturkjördæmi]] og tilkynnti hann um ákvörðun sína um að sækjast áfram eftir oddvitasætinu þann [[17. ágúst]] [[2016]].<ref>[[Mbl.is]] (17. ágúst 2016), [http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/17/arni_pall_vill_leida_listann_2/ Árni Páll vill leiða listann], skoðað 20. ágúst 2016. </ref> Hann sagði ákvörðun sína byggja að hluta til á því að bæði [[Katrín Júlíusdóttir]] og [[Magnús Orri Schram]] ætluðu ekki aftur í framboð og ljóst væri að gríðarlegu endurnýjun myndi vera á listanum. Þann [[19. ágúst]] tilkynnti [[Margrét Tryggvadóttir]], fyrrverandi þingmaður [[Hreyfingin|Hreyfingarinnar]] og einn af stofnendum [[Dögun (stjórnmálasamtök)|Dögunnar]], að hún hefði skráð sig í flokkinn og byði sig fram í fyrsta eða annað sæti á listanum.<ref>[[Hringbraut (sjónvarpsstöð)|Hringbraut]] ([[19. ágúst]] [[2016]]), [http://www.hringbraut.is/frettir/margret-bydur-sig-fram-samfylkinguna Margrét býður sig fram fyrir Samfylkinguna], skoðað [[20. ágúst]] [[2016]].</ref> [[Margrét Gauja Magnúsdóttir]] og [[Sema Erla Serdar]] voru líka í framboði um annað sætið á listanum, en báðar höfðu verið í framboði til varaformanns á Landsfundinum fyrr á árinu en þá lutu þær í lægra haldi fyrir [[Logi Einarsson|Loga Einarssyni]].<ref>Þórunn Elísabet Bogadóttir (19. ágúst 2016), [http://kjarninn.is/frettir/2016-08-19-fjogur-i-frambodi-til-forystu-i-samfylkingunni-i-sudvesturkjordaemi/ Fjögur í framboði til forystu í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi], [[Kjarninn]]. Skoðað 20. ágúst 2016. </ref> [[Símon Birigsson|Símon Birgisson]], fyrrum formaður [[Ungir jafnaðarmenn|Ungra jafnaðarmanna]], bauð sig svo fram í 3. sætið á listanum en hann hafði ekki áður boðið sig fram í prófkjöri flokksins.
=== Norðvesturkjördæmi ===