Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

ekkert breytingarágrip
Um leið og norsku hvalveiðimennirnir byrjuðu að skutla hvali við Ísland við lok 19. aldar hófust talsverðar deilur meðal Íslendinga, einkum á þeim svæðum þar sem Íslendingar áttu mikið undir fiskveiðum.<ref name=":4">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 20.</ref> Margir Íslendingar sögðu að norsku hvalveiðimennirnir væru eins og „farfuglar“ sem greiddu lítið, eða nær ekkert, í skatta á meðan þeir mokgræddu á hvalveiðunum. Þó voru helstu rökin gegn þeim trúin á tengsl milli hval- og fiskveiða (oft nefnt hvalrekstrarkenningin). Líktu Íslendingar hvalnum saman við fjárhund sem smalaði síldinni saman úti á hafi og ræki hana inn á firði þar sem möguleiki væri fyrir Íslendinga að veiða hana.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 124.</ref>
 
Samhliða aukinni þjóðerniskennd meðal Íslendinga í byrjun 20. aldar jókst andstaðan gegn hvalveiðum Norðmanna.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 21.</ref> Í kjölfarið bönnuðu Íslendingar stórhvalaveiðar árið 1915. Flutningsmaður tillögunar rökstyður bannið á þann veg að hann væri fullviss um að sýnt hafði verið fram á tengsl hval- og fiskveiða og að hætta væri á að norsku hvalveiðimennirnir mundu útrýma hvalnum með öllu með fram ströndum Íslands. Hvalveiðibannið mundi hins vegar leyfa stofninum að jafna sig svo að Íslendingar gætu sjálfir byrjað að skutla hvali er fram liðu stundir.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939,'', bls. 134.</ref>
 
Norsku hvalveiðimennirnir höfðu umtalsverð áhrif á efnahags-, menningar- og pólitísk líf Íslendinga á þeim tíma sem þeir stunduðu hvalveiðar við Ísland.
 
=== Höfðaoddi ===
[[Mynd:Framnes.jpg|left|thumb|Uppmældar minjar á Höfðaodda. Gráar byggingar eru teikningar af hvalstöðinni eftir danska kortagerðarmenn upp úr aldamótunum 1900.<ref>Trausti Einarsson. (18971987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 71.</ref> Minjar skráðar í fornleifaskráningu eru bleikar.]]
Hvalveiðifélag frá Noregi, byggði hvalstöð á Höfðaödda í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]] árið 1893 og endurnefndu þeir svæðið Framnes. Flutti félagið starfsemi sína til [[Mjóifjörður (Austfjörðum)|Mjóafjarðar]] á Austurlandi árið 1903.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 54.</ref>
 
Túnið á Höfðaodda var sléttað í byrjun 20. aldar og sökum þess var svæðið talsvert raskað áður en fornleifaskráning fór þar fram. Engu að síður tókst að skrá nokkrar minjar eftir norsku hvalveiðimennina eins og ruslahaug með fram austur hlið tangans.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld,'', bls. 11-13.</ref>
 
Engin mannvirki eða bátar voru skráð neðansjávar en vestan við tangann var nokkuð um gripi, til að mynda keramik og kol. Ekki var hægt að skrá austan megin við tangann vegna of mikils sjávargróðurs sem hamlaði sýn. Hugsanlegt er þó að gripir kunni að vera á því svæði.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
584

breytingar