„Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bauv19 (spjall | framlög)
Bauv19 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Um leið og norsku hvalveiðimennirnir byrjuðu að skutla hvali við Ísland hófust talsverðar deilur meðal Íslendinga, einkum á þeim svæðum þar sem Íslendingar áttu mikið undir fiskveiðum.<ref name=":4">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 20.</ref> Margir Íslendingar sögðu að norsku hvalveiðimennirnir væru eins og „farfuglar“ sem greiddu lítið, eða nær ekkert, í skatta á meðan þeir mokgræddu á hvalveiðunum. Þó voru helstu rökin gegn þeim trúin á tengsl milli hval- og fiskveiða (oft nefnt hvalrekstrarkenningin). Líktu Íslendingar hvalnum saman við fjárhund sem smalaði síldinni saman úti á hafi og ræki hana inn á firði þar sem möguleiki væri fyrir Íslendinga að veiða hana.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 124.</ref>
 
Samtíða aukinni þjóðerniskennd meðal Íslendinga í byrjun 20. aldar jókst andstaðan gegn hvalveiðum Norðmanna.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 21.</ref> Í kjölfarið bönnuðu Íslendingar stórhvalveiðar árið 1915. Flutningsmaður tillögunar rökstyður bannið á þann veg að hann væri fullviss um að sýnt hafði verið fram á tengsl hval- og fiskveiða og að hætta væri á að norsku hvalveiðimennirnir mundu útrýma hvalnum með öllu með fram ströndum Íslands. Að aukiHvalveiðibannið mundi hvalveiðibanniðhins vegar leyfa stofninum að jafna sig svo að Íslendingar gætu sjálfir byrjað að skutla hvali er fram liðu stundir.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939,'' bls. 134.</ref>
 
Norsku hvalveiðimennirnir höfðu umtalsverð áhrif á íslenskt efnahags-, menningar- og pólitísk líf Íslendinga á þeim tíma sem þeir stunduðu hvalveiðar við Ísland.
Lína 10:
''Aðalgrein: [[Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915]]''
 
== HvalveiðistöðvarHvalstöðvar Norðmanna á Vestfjörðum ==
Norskir hvalveiðimenn tóku fyrstu skóflustunguna fyrir grunni hvalstöðvar á [[Langeyri]] á Vestfjörðum árið 1883 og rúmum tíu árum síðar höfðu þeir reist alls átta stöðvar þar í kring. Skömmu eftir aldamótin 1900 höfðu þeir þó gengið svo nærri hvalastofninum við Vestfirði að þeir færðu sig til Austurlands í leit nýrra miða.<ref name=":2">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19.öld'', bls. 19.</ref>