„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 200:
Ennfermur eru viðbrögð þessarar tilteknu þjóðar við guði talin vera einstök. Samfélagið er ákallað til þess að sýna fram á tryggð sína við guð og sáttmálann með því að sýna samstöðu í semeiginlegu lífi sínu á hverju stigi, þar með talið á öllum þáttum mannlegrar hegðunnar, frá því almenna til hins nánasta.
 
Því er gyðingleg tilbeiðsla sameiginlegur fögnuður yfir samkomunni við guð í sögunni. Tilvera sáttmálans er ekki talin bera á móti heldur frekar efla mannlega samstöðu. Þessi þjóð er kölluð til þess að koma á pólitískum, fjárhagslegum og félagslegum aðgerðum sem staðfesta guðlegt drottinsvald. Þessu hlutverki fylgir sú trú að ekki munu allir menn ná árangri einungis út frá eigin verðleika heldur eigi þessi eftirsóknarverðu sambönd uppruna sinn í guði, sem tryggir uppfyllingu þeirra. Í hverju samfélagi er hver og einn gyðingur ákallaður til þess að uppfylla sáttmálann í sínum persónulegu áfórmum og hegðun.<ref>Judaism. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Judaism</ref>
 
=== Kristni ===
Lína 209:
Eitt einkenni trúarhefðar kristninnar er, með nokkrum undantekningum, hugmyndin um frelsun, það er að segja að fylgjendur kirkjunnar sjá sig í einhvers konar nauð og þurfa að fá björgun. Af einhverri ástæðu hafa þeir verið fjarlægðir frá guði og þurfa frelsun. Fulltrúi frelsunarinnar er Jesús Kristur
 
Þó svo að það sé afar einfalt að sjá Jesús sem miðju átrúnaðarins þá er það einnig mjög flókið. Það sést í þeim þúsundum kirkjudeilda sem saman halda uppi nútíma kristinni hefð.<ref>Christianity. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Christianity</ref>
 
==== Austur rétttrúnaðar kirkjan ====
Lína 216:
Eftir kirkjuþingið í Kalkedon var til önnur hreyfing sem kallast Oríental rétttrúnaður og undir hana fellur meðal annars Koptíska kirkjan í Egyptalandi.
 
Á sjötta áratug  síðustu alda hófust viðræður á milli Rómversku, Austur og Oríental kirknanna og leystu þær úr ýmisum af deilum sínum um eðli Krists.<ref>Eastern Orthodoxy. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Eastern-Orthodoxy</ref>
 
==== Koptíska rétttrúnaðar kirkjan ====
Lína 225:
Eftir að kirkjan hætti að tala grísku og tók upp arabísku jukust deilurnar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að ná sáttum við Býsans en þar náðu aldrei neinum árangri. Arabísku kalífarninr skiptu sér ekki af kirkjunni og leyfði henni að vera, að mestu, í friði. Svo lengi sem kirkjan og meðlimir hennar greiddu jizya skattinn sem allir þeir sem ekki voru múslimar þurftu að greiða.
 
Æðsti yfirmaður kirkjunnar er patríarkinn yfir Alexandríu og er staðsettur í Kaíró. Hann kallar sig páfa og tekur postullegt vald sitt frá st. Markús. Patríarkinn er kosinn úr hópi þriggja fyrirfram ákveðinna munka sem eru minnst fimmtíu ára gamlir.<ref>Coptic Orthodox Church of Alexandria. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Coptic-Orthodox-Church-of-Alexandria</ref> 
 
=== Islam ===
Lína 267:
Næsta stig er að fara frá Mekka, til Mina sem er í nokkura kílómetra fjarlægð, þar skal fara til Arafat, hlusta á predikun og eyða einum eftirmiðdegi.
 
Loka stigið er að eyða nótt í Muzdalifah, sem er á milli Mina of Arafat, og bjóða fórn til guðs.<ref>Islam. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Islam</ref>
 
==== Súnní ====
Lína 274:
Súnnítar viðurkenna ennfremur hinar sex bækur Hadith, sem eru sagðar vera rit af því sem Múhameð sagði en eru ekki hluti af Kóraninum, ennfremur viðurkenna þeir einn af fjórum kennslum Shari‘ah.
 
Á tuttugustu öld voru Súnnítar í meirihluta í öllum múslimaríkjum nema Írak, Íran og Jemen.<ref>Sunnite. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Sunnite</ref>
 
==== Shía ====
Lína 283:
Flestir Shi‘ah múslimar fóru að lokum að styðja eina af tveimur fjölskyldum sem áttu rætur að rekja til Ali. Annar hópurinn studdi ''Isma‘il'' sem var sjöundi Imaminn og sá seinasti frá þessari ætt. Þeir eru kallaðir Sjöungar og nutu þeir ekki mikils stuðnings á meðal múslima.
 
Flestir Shi‘tar viðurkenna annan afkomenda Alis, ''Muhammad al-Mahdi al-Hujjah'' sem var tólfti Imaminn en hann hvarf árið 878. Þarf af leiðandi eru þessir Shi‘tar kallaðir Tólfungar. Al-Hujjah er einnig þekktur sem faldi Imaminn og trúa fylgjendur hans því að hann muni snúa aftur sem mahdi áður en að loka dómurinn yfir jörðinni hefst.<ref>Shi'ite. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Shiite</ref>
 
==== Wahhabi ====
Wahhabi er hreintrúar (e. puritan) hreyfing innan Súnní Islam sem var stofnuð af Muhammad ibn ‘Abd al-Wahhab á átjándu öld í mið Arabíu og var síðar tekin upp af Saudi fjölskyldunni. Þegar leið á tuttugustu öldina höfðu Saud fjölskyldan lagt undir sig allt Najd svæðið og gert nokkrar tilraunir til þess að mynda sitt eigið ríkidæmi en þeir voru alltaf stöðvaðir af Ottómannaveldinu. Loks árið 1932 náðu þeir að fá sitt eigið konungsveldi undir leiðsögn Ibn Saud sem tryggði að trúarlegt og pólítískt vald Wahhabi trúarinna væri algjört í Saudi Arabíu.
 
Meðlimir Wahhabi hreyfingarinnar kalla sig al-Muwahhidun, eða únitara (e. unitarian), sem þeir draga af áherslu sinni á algera einingu guðs. Þeir hafna öllum aðgerðum sem gefa í skyn fjölgyðistrú, svo sem að dýrka dýrlinga, og tala fyrir því að snúa aftur til upprunalegra kenninga Islam eins og þær koma fyrir í Kóraninum og Hadith ásamt því að fordæma allar nýjungar (e. innovation). Guðfræði og lögfræði Wahhabi byggir hver um sig á kenningu Ibn Taymiyah og lögskóla Ahmad ibn Hanbal. Þessar kenningar leggja áhesrslu á bókstafs trú á Kóraninn og  Hadith ásamt nauðsyn stofnunar múslímsk ríkis sem byggir einungis á íslömskum lögum.<ref>Wahhabi. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Wahhabi</ref>
 
==== Druze ====
Lína 297:
Eftir að Al-Hakim hvarf 1021 var hreyfingin ofsótt af eftirmanni hans, al-Zahir. Hamzah fór í felur og al-Muqtana Baha‘ al-Din tók við sem leiðtogi hreyfingarinnar. Druze menn hurfu smátt og smátt frá Egyptalandi og héldu til afskekktra svæða í Sýrlandi og Líbanon, þar sem trúboðar höfðu náð þó nokkru fylgi. 1037 fór al-Muqtana í felur en hélt áfram að skrifa predikanir fram til 1043. En þá hættu Druze menn að taka við trúskiptingum.
 
Í upphafi 21. aldar voru rétt yfir ein milljón fylgismenn Druze og eru flestir þeirra í Líbanon. Þar sjást þeir mest í stjórnmálum undir forystu tveggja fjölskyldna, Jumblatt og Arslan.<ref>Druze. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Druze</ref>
 
==== Ibadi ====
Lína 308:
Ibadi múslimar hafna bókstaflegri túlkun á mannlegum (e. anthropomorphic) lýsingum á guði, og neita möguleikanum á því að hægt sé að sjá guð í þessu lífi eða því næsta. Enn fremur hafna þeir möguleikanum á björgun frá vítiseldi, refsing í helvíti er eilíf. Þegar kemur að því að velja á milli frjáls vilja og forlaga segja þeir að guð sé skapari allra mannlegra aðgerða.
 
Þó svo að Ibadi múslima biðji oft með Súnní múslimum er smá munur á bænasið þeirra. Ibadi múslimar líkt og Shi‘ah múslimar biðja með hendurnar niðum með síðum. Þeir telja að föstudagsbænin eigi einungis að fara fram í stórborgum þar sem réttlæti ræður ríkjum. Sem þýðir að í margar aldir héldu þeir ekki föstudagsbænir vegna þess að það vantaði réttlátan Imam.<ref>Ibadi Islam: An introduction. (2016). In Islam and Islamic Studies Resources. Retrieved from <nowiki>http://islam.uga.edu/ibadis.html</nowiki></ref>
 
== Hagkerfi ==