„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 192:
 
== Trúarbrögð ==
 
=== Gyðingdómur ===
Gyðingdómur er flókinn lífsháttur gyðinga, sem tengir saman guðfræði, lög og óteljandi menningarhefðir.
 
Gyðingdómur staðfestir guðlegt drottinsvald sem afhjúpast í sköpuninni og í sögunni. Hann fullyrðið að samfélagið hafi mætt guðdóminum í persónu og hafið við hann samband. Hugmyndafræði Tórah (mósebækurnar) gefur til kynna efnisskrá mannlegrar aðgerðar sem á rætur sínar í þessu persónulega sambandi.
 
Ennfermur eru viðbrögð þessarar tilteknu þjóðar við guði talin vera einstök. Samfélagið er ákallað til þess að sýna fram á tryggð sína við guð og sáttmálann með því að sýna samstöðu í semeiginlegu lífi sínu á hverju stigi, þar með talið á öllum þáttum mannlegrar hegðunnar, frá því almenna til hins nánasta.
 
Því er gyðingleg tilbeiðsla sameiginlegur fögnuður yfir samkomunni við guð í sögunni. Tilvera sáttmálans er ekki talin bera á móti heldur frekar efla mannlega samstöðu. Þessi þjóð er kölluð til þess að koma á pólitískum, fjárhagslegum og félagslegum aðgerðum sem staðfesta guðlegt drottinsvald. Þessu hlutverki fylgir sú trú að ekki munu allir menn ná árangri einungis út frá eigin verðleika heldur eigi þessi eftirsóknarverðu sambönd uppruna sinn í guði, sem tryggir uppfyllingu þeirra. Í hverju samfélagi er hver og einn gyðingur ákallaður til þess að uppfylla sáttmálann í sínum persónulegu áfórmum og hegðun.
 
=== Kristni ===
Kristni er eingyðistrú sem á uppruna sinn í lífi, kennslu og dauða Jesú Krists. Hún er fjölmennasta trúin í heiminum með yfir tvo milljarða fylgjenda. Stærstu kirkjudeildirnar eru Rómversk-kaþólska kirkjan, Austur-rétttrúnaðar kirkjurnar og Mótmælendakirkjan en ásamt þeim er mikil fjöldi minni kirkjudeilda.
 
Sem trúarhefð hefur kristni orðið meira en átrúnaður, hún hefu gefið af sér menningu, hugmyndafræði og lífsstíl sem hefur gengið á milli kynslóða allt frá því að Jesú varð að trúartákni. Kristni er því bæði lifandi hefð og menning sem trúin skilur eftir. Umboðsmaður kristninnar er kirkjan, samfélag þeirra sem trúa.
 
Eitt einkenni trúarhefðar kristninnar er, með nokkrum undantekningum, hugmyndin um frelsun, það er að segja að fylgjendur kirkjunnar sjá sig í einhvers konar nauð og þurfa að fá björgun. Af einhverri ástæðu hafa þeir verið fjarlægðir frá guði og þurfa frelsun. Fulltrúi frelsunarinnar er Jesús Kristur
 
Þó svo að það sé afar einfalt að sjá Jesús sem miðju átrúnaðarins þá er það einnig mjög flókið. Það sést í þeim þúsundum kirkjudeilda sem saman halda uppi nútíma kristinni hefð.
 
==== Austur rétttrúnaðar kirkjan ====
Austur rétttrúnaðar kirkjan er sá fjöldi kristinna sem fylgir þeim trúarkenningum og hefðum sem settar voru fram á fyrstu sjö kirkjuþingunum. Kirkjan kallar sig rétttrúnaðar kirkju (e. orthodox) til þess að ítreka stöðu sína innan kristins samfélgas að þeir hafi viðhadið réttri trú og að annað sé villutrú. Ólíkt rómversk kaþólsku kirkjunni þá skipaði Býsans keisari patríarka, eða páfa, kirkjunnar og var hann staðsettu í Konstantínópel (Istanbúl).
 
Eftir kirkjuþingið í Kalkedon var til önnur hreyfing sem kallast Oríental rétttrúnaður og undir hana fellur meðal annars Koptíska kirkjan í Egyptalandi.
 
Á sjötta áratug  síðustu alda hófust viðræður á milli Rómversku, Austur og Oríental kirknanna og leystu þær úr ýmisum af deilum sínum um eðli Krists.
 
==== Koptíska rétttrúnaðar kirkjan ====
Koptíska rétttrúnaðar kirkjan í Alexandríu, eða Koptíska rétttrúnaðar kirkjan, á flesta sína fylgjendur í Egyptalandi. Nafnið er dregið af arabíska orðinu qibt sem þýðir egypskur. Eftir að Arabar tóku yfir Egyptaland átti nafnið við um alla kristna en á nítjándu og tuttugustu öld fóru fylgjendur kirkjunnar að kalla sig koptísk rétttrúnaðarmenn.       Arabíska er í dag notuð í messum og guðsþjónustum og bækurnar sem þeir nota eru eftir st.Markús páfa, st.Cyril af Alexandríu og st.Gregory af Nazianzus.
 
Aðskilnaður koptísku kirkjunnar á rætur sínar að rekja til kirkjuþingsins í Kalkedon, en kirkjan hafnaði niðurstöðu þingsins um eðli krists, ásamt fleiri austrænum kirkjum. Rómverska og Austur rétttrúnaðarkirkjan fordæmdu þær kirkjur sem höfnuðu niðurstöðunni. Koptíska kirkjan tók aftöðu með st.Cyril sem sagði að guðdómleiki og mennska krists væru jöfn í holdgun hans og af einu eðli.
 
Eftir að kirkjan hætti að tala grísku og tók upp arabísku jukust deilurnar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að ná sáttum við Býsans en þar náðu aldrei neinum árangri. Arabísku kalífarninr skiptu sér ekki af kirkjunni og leyfði henni að vera, að mestu, í friði. Svo lengi sem kirkjan og meðlimir hennar greiddu jizya skattinn sem allir þeir sem ekki voru múslimar þurftu að greiða.
 
Æðsti yfirmaður kirkjunnar er patríarkinn yfir Alexandríu og er staðsettur í Kaíró. Hann kallar sig páfa og tekur postullegt vald sitt frá st. Markús. Patríarkinn er kosinn úr hópi þriggja fyrirfram ákveðinna munka sem eru minnst fimmtíu ára gamlir. 
 
=== Islam ===
Islam er trú sem komið var á fót af spámanninum Múhameð í Arabíu á sjöundu öld c.e. Arabíska orðið islam þýðir undirgefni og sýnir fram á grundvallar hugmyndafræði trúarinnar, sá sem trúir samþykkir undirgefni við vilja guðs. Allah er talinn vera eini guðinn og er skapari, viðhaldari og endurreisari heimsins. Vilja allah er kunngjört í gegnum  heilögu ritninguna Qur‘an, eða kóran, sem guð hefur opinberað spámanni sínum Múhameð.
 
Í Islamskri hefð er Múhameð talinn vera síðastur úr röðum spámanna guðs, þar með talið Abraham, Móse og Jesú, og boðskapur hans samtímis fullgerir og lýkur opinberunum fyrri spámanna.
 
Kenningin um guð í Kóraninum er afgerandi eingyðisleg, guð er einn og einstakur, hann á sér engan samstarfsmann eða jafningja. Múslimar trúa því að það séu engir milliliðir á milli guðs og sköpunnarinnar. Þó er vera hans talin vera alls staðar þá er hann ekki bundinn í neinu. Guð er réttlátur og  miskunsamur, réttlæti hans tryggir skipulag í sköpuninni. Að hann hafi skapað heiminn er talið vera hans mesta miskunnarverk og fyrir það syngur allt honum til dýrðar. Guð Kóransins er persónulegur guð og hverjum þeim sem kallar til hans í nauð er svarað. Ofar öllu öðru þá er hann guð leiðbeiningar og leiðir hann allt og alla á hina réttu braut.
 
Í sögu sköpunnarinnar í Kóraninum mótmælir engillinn Iblis, eða satan, sköpun mannsins, sem hann telur að muni eyðileggja jörðina. En hann tapar fyrir Adam í keppni um þekkingu. Kóraninn lýsir því manninn sem göfugastan af allri sköpuninni. Ólíkt kristnum og gyðingum þá fyrirgefur Allah Adam upprunalegu syndina
 
Þrátt fyrir allt lof þá lýsir Kóraninn mannlegu eðli sem viðkvæmu. Á meðan að allt í sköpuninni hefur sitt eðli og takmörk þá var manninum gefið frelsi og hefur þar af leiðandi tilhneigingu til mótlætis og stolts, jafnvel að því marki að lýsa sig sjálfbæran. Stolt er því talið vera dauðasind. Með því að viðurkenna ekki eigin takmörk eru menn sekir um að setja sig á jafnan stall og guð. 
 
==== Fimm stoðir Islam ====
'''Shahadah'''
 
            Fyrsta stoðin er trúarjátningin: ''Það er enginn guð nema guð og Múhameð er spámaður hans''. Á henni hvílir þáttaka í samfélagi múslima. Trúarjáninguna skal fara með að minnsta kosti einu sinni á ævinni, upphátt, rétt , viljandi og með skilning á merkingu hennar og viðurkenningu í hjartanu.
 
'''Bænin'''
 
Önnur stoðin er bænirnar fimm sem fara skal með yfir daginn. Það er í lagi að fara með þær í einrúmi ef ekki er möguleiki á því að fara í mosku. Fyrstu bænina skal fara með fyrir sólarupprás, aðra rétt eftir hádegi, þriðju seinni part eftirmiðdegisins, þá fjórðu eftir sólsetur og þá fimmtu áður enn farið er í rúmið. Þó það sé ekki skylda þá er hvatt til næturbæna. Áður en bænin getur átt sér stað skal þvo hendur, fætur og andlit.
 
Á föstudögum fer fram sérstök samkoma í moskunni. Hæun fer fram á því tungumáli sem er talað á hverjum stað. Á samkomunni fer predikarinn með nokkur vers úr kóraninum og prédikar út frá þeim. Prédikunin kann að hafa siðferðisleg, félagsleg eða pólitísk skilaboð.
 
'''Zakat'''
 
Þriðja stoðin er ölmusa. Zakat er skattur sem er ekki rukkaður, nema í undantekningar tilfellum, af ríkinu, árlega, og tekur fasta prósentu af heildar eignum einstaklings. Zakat á að nota til þess að hjálpa fátækum en Kóraninn leyfir einnig að peningurinn sé notaður til þess að frelsa múslímska stríðsfanga, greiða þrálátar skuldir, greiða tollheimtugjöld, fjármagna jihad (þar meðtalið mentun og heilbrigði) og búa til aðstöðu fyrir ferðamenn(pílagríma).
 
'''Fastan'''
 
Fjórða stoðin er fastan í ramadan mánuðinum. Fastan byrjar við sólarupprás og endar við sólsetur. Á meðan á föstunni stendur er bannað að borða, drekka og reykja. Samkvæmt Kóraninum var það í ramadan mánuði sem Kóraninn var opinberaður.
 
Þeir sem eru veikir eða á ferðalögum mega fresta föstunni en þurfa samt sem áður að fasta í jafn marga daga. Gamalmenni og dauðvona sjúklingar fá undanþágu.
 
'''Hajj'''
 
Fimmta stoðin er hin árlega pílagrímsferð til Mekka sem allir Múslimar skulu taka sér fyrir hendur einu sinni á ævinni, svo framarlega sem þeir hafi efni á því og geti yfirgefið fjölskyldu sína. Sérstök þjónusta er haldin í hinni heilögu mosku sjöunda dag síðasta mánaðar dagatals múslima. Pílagrímsathafnir hefjast hinn áttunda og ljúka tólfta eða þrettánda dag.
 
Allir tilbiðjendur eiga að klæðast tveimur saumlausum klæðum og forðast kynlíf, að skera hár og neglur ásamt fleiri athöfnum. Aðal athöfnin er að ganga sjö sinnum í kringum Ka‘bah, sem er helgiskrín innan moksunnar, kissa og snerta svarta steininn, klifur og hlaup á milli fjallanna Safa og Marwah sjö sinnum.
 
Næsta stig er að fara frá Mekka, til Mina sem er í nokkura kílómetra fjarlægð, þar skal fara til Arafat, hlusta á predikun og eyða einum eftirmiðdegi.
 
Loka stigið er að eyða nótt í Muzdalifah, sem er á milli Mina of Arafat, og bjóða fórn til guðs.
 
==== Súnní ====
Súnnítar eru stærri hópurinn af tveimur fjölmennustu hreyfingunum innan Islam. Þeir viðurkenna fyrstu fjóra kalífana sem réttláta arftaka spámannsins ólíkt Shi‘tum sem telja réttmætan arftaka vera tengdason Múhameðs, Ali. Súnnítar hafa lengi talið theokratíska ríkið sem Múhameð reisti vera jarðneskt og telja því að leiðtogar Islam séu því ekki ákveðnir að guðlegri tilskipun heldur af pólitíkinni í múslímska heiminum. Þetta varð til þess að Súnnítar meðtóku leiðbeiningar frá ríkustu fjölskyldunum í Mekka og umburðalyndi fyrir ómerkum eða útlendum kalífum, svo lengi sem þeir réðu með virðingu fyrir trúnni og trúarhefð.
 
Súnnítar viðurkenna ennfremur hinar sex bækur Hadith, sem eru sagðar vera rit af því sem Múhameð sagði en eru ekki hluti af Kóraninum, ennfremur viðurkenna þeir einn af fjórum kennslum Shari‘ah.
 
Á tuttugustu öld voru Súnnítar í meirihluta í öllum múslimaríkjum nema Írak, Íran og Jemen.
 
==== Shía ====
Snemma í sögu Islam myndaðist pólitísk hreyfing sem kallaðist stuðningsmenn Ali eða á arabísku Shi‘at ‘Ali. Þeir studdu Ali, sem ver tengdasonur Múhameðs, og unnu að því að gera hann að kalífa og seinna meir afkomendur hans. Með tímanum þróaðist hreyfingin yfir í trúarsöfnuð sem fékk nafnið Shi‘ah.
 
Stuðningsmenn Alis fóru að þrengja kröfurnar varðandi hver gæti verið leiðtogi múslima og hver ekki. Þessi nýi leiðtogi kallaðist Imam. Þeir settu afkomendur Alis á hærri stall, og fullyrtu að á hverri stundu væri karlkyns afkomandi Ali tilnefndur af guði til þess að leiða Múslima og væri óskeikull í málum trúar og löggjafar. Imam hafði yfirmannlega þekkingu og skilning og þjáning þeirra var guðleg miskunn til fylgjenda hans. Með tímanum fór Shi‘ta kennsla að fullyrða að Imam væri guðlegur frelsari.
 
Flestir Shi‘ah múslimar fóru að lokum að styðja eina af tveimur fjölskyldum sem áttu rætur að rekja til Ali. Annar hópurinn studdi ''Isma‘il'' sem var sjöundi Imaminn og sá seinasti frá þessari ætt. Þeir eru kallaðir Sjöungar og nutu þeir ekki mikils stuðnings á meðal múslima.
 
Flestir Shi‘tar viðurkenna annan afkomenda Alis, ''Muhammad al-Mahdi al-Hujjah'' sem var tólfti Imaminn en hann hvarf árið 878. Þarf af leiðandi eru þessir Shi‘tar kallaðir Tólfungar. Al-Hujjah er einnig þekktur sem faldi Imaminn og trúa fylgjendur hans því að hann muni snúa aftur sem mahdi áður en að loka dómurinn yfir jörðinni hefst.
 
==== Wahhabi ====
Wahhabi er hreintrúar (e. puritan) hreyfing innan Súnní Islam sem var stofnuð af Muhammad ibn ‘Abd al-Wahhab á átjándu öld í mið Arabíu og var síðar tekin upp af Saudi fjölskyldunni. Þegar leið á tuttugustu öldina höfðu Saud fjölskyldan lagt undir sig allt Najd svæðið og gert nokkrar tilraunir til þess að mynda sitt eigið ríkidæmi en þeir voru alltaf stöðvaðir af Ottómannaveldinu. Loks árið 1932 náðu þeir að fá sitt eigið konungsveldi undir leiðsögn Ibn Saud sem tryggði að trúarlegt og pólítískt vald Wahhabi trúarinna væri algjört í Saudi Arabíu.
 
Meðlimir Wahhabi hreyfingarinnar kalla sig al-Muwahhidun, eða únitara (e. unitarian), sem þeir draga af áherslu sinni á algera einingu guðs. Þeir hafna öllum aðgerðum sem gefa í skyn fjölgyðistrú, svo sem að dýrka dýrlinga, og tala fyrir því að snúa aftur til upprunalegra kenninga Islam eins og þær koma fyrir í Kóraninum og Hadith ásamt því að fordæma allar nýjungar (e. innovation). Guðfræði og lögfræði Wahhabi byggir hver um sig á kenningu Ibn Taymiyah og lögskóla Ahmad ibn Hanbal. Þessar kenningar leggja áhesrslu á bókstafs trú á Kóraninn og  Hadith ásamt nauðsyn stofnunar múslímsk ríkis sem byggir einungis á íslömskum lögum.
 
==== Druze ====
Druze á uppruna sinn í Egyptalandi en flestir fylgjendur þessarar trúarhreyfingar búa  í Líbanon. Þeir aðskildu sig frá Isma‘ili Shi‘isma á valdatíð sjötta Fatimid kalífsins (996-1021) al-Hakim bi-Amr Allah. Nokkrir Isma‘ili guðfræðingar lýstu al-Hakim guðdómlegan og fóru að mynda hreyfingu í kringum þá hugsjón. Guðdómleika al-Hakim var lýst sem villutrú af  trúarstofnunum sem fullyrtu af al-Hakim hefði verið valinn að guðdóminum en væri ekki guðlegur sjálfur. Grunur liggur fyrir því að al-Hakim hafi sjálfur ýtt undir hugmyndir Druze manna.
 
1017 var fyrsta opinbera predikunin frá Druze mönnum í Kaíró og olli hún uppþoti. Einnig var klofningur innan hreyfingarinnar þar sem leiðtogi hennar, Hamzah ibn ‘Ali ibn Ahmad al-Zuzani, var að kljást um völd frá lærisveini sínum, Muhammad al-Darazi. Hamzah vann og Al-Darazi var lýsur villutrúarmaður og hvarf, talið er að al-Hakim hafi skipað að hann yrði drepinn.
 
Eftir að Al-Hakim hvarf 1021 var hreyfingin ofsótt af eftirmanni hans, al-Zahir. Hamzah fór í felur og al-Muqtana Baha‘ al-Din tók við sem leiðtogi hreyfingarinnar. Druze menn hurfu smátt og smátt frá Egyptalandi og héldu til afskekktra svæða í Sýrlandi og Líbanon, þar sem trúboðar höfðu náð þó nokkru fylgi. 1037 fór al-Muqtana í felur en hélt áfram að skrifa predikanir fram til 1043. En þá hættu Druze menn að taka við trúskiptingum.
 
Í upphafi 21. aldar voru rétt yfir ein milljón fylgismenn Druze og eru flestir þeirra í Líbanon. Þar sjást þeir mest í stjórnmálum undir forystu tveggja fjölskyldna, Jumblatt og Arslan.
 
==== Ibadi ====
Ibadi er sér trúarhreyfing innan Islam og er hvorki hluti af Súnní né Shí‘ah. Þeir eru fyrst og fremst í Oman. Þeir eiga rætur sínar að rekja til sjöundu aldar hreyfingar sem kallast Khawarji og deila með þeim þrá til þess að mynda réttlátt múslímskt samfélag og trúa þeir því að einungis sé að finna sanna múslíma innan þeirra eigin raða.
 
Þrátt fyrir það telja Ibadi múslimar sig vera öðruvísi en Khawarij. Því þeir, Kkawarij, lýta á alla múslima sem gerast sekir um sind án iðrunar sem ''mushrikun'', eða vantrúaða sem eru jafn sekir og þeir sem stunda skurðgoðadýrkun og eiga skilið dauðadóm. Ibadi líta á slíkt fólk sem ''kuffar ni‘ma'' eða vantrúaða sem eru vanþakklátir fyrir gjafir guðs. Þeir gera greinarmun á skurðgoðadýrkun og syndar án iðrunar. Sú refsing sem Ibadi múslimar beita er ''bara‘a'' eða halda sig við að slíta á vináttubönd frekar en að nota ofbeldi. Þeir múslimar sem eru ekki Ibadi og byðja í átt á Ka‘ba, Mekka, eru ekki skurðkoðadýrkendur en eru samt sekir um að vera ''kuffar ni‘ma''.
 
Áhugavert er að refsingin bara‘a þýðir samt ekki fjandskapur á milli Ibadi múslima og vantrúaða, og er þeim meðal annars heimilt að giftast, erfa, blessa, biðja með og fyrir og að eiga almenn samskipti við svo framarlega sem þeir eru eingyðismen. Enn fremur hafa breskir fulltrúar sem fylgst hafa með völdum Ibadi múslima í austur Afríku sagt þá vera  minnst ofstækisfulla og opna fyrir öðrum trúarhópum af öllum múslímskum trúarhreyfingunum. Ofbeldi skal eingungis beita gegn óréttlátum yfirvöldum sem neita að breytast eða gefa eftir völd sín.
 
Ibadi múslimar hafna bókstaflegri túlkun á mannlegum (e. anthropomorphic) lýsingum á guði, og neita möguleikanum á því að hægt sé að sjá guð í þessu lífi eða því næsta. Enn fremur hafna þeir möguleikanum á björgun frá vítiseldi, refsing í helvíti er eilíf. Þegar kemur að því að velja á milli frjáls vilja og forlaga segja þeir að guð sé skapari allra mannlegra aðgerða.
 
Þó svo að Ibadi múslima biðji oft með Súnní múslimum er smá munur á bænasið þeirra. Ibadi múslimar líkt og Shi‘ah múslimar biðja með hendurnar niðum með síðum. Þeir telja að föstudagsbænin eigi einungis að fara fram í stórborgum þar sem réttlæti ræður ríkjum. Sem þýðir að í margar aldir héldu þeir ekki föstudagsbænir vegna þess að það vantaði réttlátan Imam.
 
== Hagkerfi ==