„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 187:
=== Ottómanaveldið ===
Ottómanar risu til valda á fyrri hluta 15.aldar í [[Anatólía|Anatólíu]] á því svæði sem við þekkjum í dag sem [[Tyrkland]]. Eftir að hafa náð Konstantínópel á sitt vald árið 1453 og gert hana að höfuðborg sinni hófu [[Tyrkjaveldi|Ottómanar]] reglubundna útþenslu ríkisins til austurs inn í Mið-Austurlönd árið 1514. Áður en langt um leið var fyrrum Býsansríkið innlimað í heild sinni í Ottómanaveldið og á 16.öld beindu þeir augum sínum niður með Miðjarðarhafinu og inn í Norður-Afríku. Á hápunkti sínum náði veldi Ottómana til Ungverjalands í Evrópu, Alsír í Norður-Afríku, umkringdi [[Rauðahaf|Rauðahafið]] og teygði sig einnig niður [[Persaflói|Persaflóa]]. Ottómanaveldið var eitt stærsta, best skipulagða og langlífasta heimsveldi sögunnar en valdatíð þess náði til 6.alda (1299-1922)<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 587-595</ref>
 
=== 20.öldin og þjóðríkið ===
Í upphafi 20.aldar áttu sér stað miklar hræringar sem leyddu m.a. til þess að svæðið sem við þekkjum í dag sem Mið-Austurlönd tekur á sig núverandi mynd. Eftir nokkuð stöðuga hnignun á 19.öld leið Ottómanaveldið endanlega undir lok árið 1922 eftir að hafa beðið ósigur í heimsstyrjöldinni fyrri (1914-1918). Með falli Ottómana skapaðist hins vegar tækifæri fyrir Frakka og Breta til að efla enn frekar ítök sín á svæðinu sem rekja mátti aftur til upphafs 19.aldar. Formlegri íhlutun lauk hins vegar með seinni heimsstyrjöldinni og eiginlegt sjálfsstæðistímabil hófst í sögu Mið-Austurlanda. Sjálfstæðið kom þó ekki vandkvæðalaust því tímabilið hefur einkennst að vissu leyti af milliríkjadeilum og baráttu fyrir fótfestu þjóða.<ref>Cleveland, Bunton, ''A History of the Modern Middle East'', bls. 138-161</ref>   
 
== Trúarbrögð ==