„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 186:
'''Alsír.'''
 
'''<u>Barein.</u>'''
 
Barein er einræðisríki, nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Barein er konungsríki þar sem konungurinn (e. the amir) fer fyrir framkvæmdarvaldinu og velur í ríkistjórn. Konungurinn er þjóðhöfðingi jafnt sem æðsti stjórnandi varnarliðs Barein. Þrátt fyrir að konungurinn fer með framkvæmdarvaldið hefur hann framselt það að miklu leiti til ríkisstjórnarinnar frá með 1956. Konungurinn skipar forsætisráðherra sem skipar í og fer fyrir ríkistjórninni sem er skipuð 18 ráðherrum. Konungur og Forsætisráðherra hafa báðir neitunarvald þegar að það kemur að ákvörðunum ríkistjórnarinnar. Stór hluti ráðherra Barein eru meðlimir Al Khalifa Konungsfjölskyldunnar.1 Embætti Konungs gengur frá föður til sonar en konungur getur þó ákveðið að framselja embættið til annars ættingja hans sem er karlkyns. Dómstólar Barein eru aðskildir frá framkvæmdarvaldinu. Löggjafarvald Barein er í höndum Þjóðþingsins (e. the National Assembly) Þjóðþingið situr í tveimur deildum fulltrúardeildin (e. the chamber of deputies) sem hefur 40 kjörna meðlimi og Shura Ráðið (e. the Shura council) sem hefur 40 meðlimi skipaða af konungi.