„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sirrýsiska (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 186:
'''Egyptaland.'''
 
Egyptaland er formlega lýðræðisríki með forsetaþingræði. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum. Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.
 
Írak.
 
'''Íran.'''
 
Íslamska lýðveldið Íran er eina klerkaveldið (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir einræði. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfari byltingar gegn einveldisstjórn Mohammad-Reza Shah Pahlavi. Tvær tegundir stjórnsýslu stofnanna eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna tilvistar hinna mörgu valdakjarna (e.multiple power centers). Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkistofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti leiðtogans (e.supreme leader). Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Samkundan samanstendur af 86 klerkum sem eru kosnir til átta ára í senn. Forsetinn er kosin með allsherjar kosningu á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera twelver Shiite og karlkyns. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu fyrir utan þau málefni sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar meðlimi ríkistjórnarinnar (e. Cabinet) og ríkistjóra fylkja (e.provincial governors). Þingið getu lýst yfir vantrausti á forsetan og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það samanstendur af 290 þingmönnum sem eru kosnir í allsherjar kosningum til fjögurra ára í senn. Allir nema fimm af meðlimum þingsins þurfa að vera múslimar. Stjórnarskrá Íran kveður á um að Kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Islam.1 Samkvæmt 156.grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómkerfisins sem útnefnir síðan forseta hæstaréttar (e. head of the supreme court).2
 
Israel.