Munur á milli breytinga „Ágústus“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 4 árum
→‎Leiðin til valda: lagaði lulius yfir í Júlíus
(→‎Leiðin til valda: lagaði lulius yfir í Júlíus)
 
== Leiðin til valda ==
Þegar Júlíus Caesar var ráðinn af dögum [[15. mars]] [[44 f.Kr.]] var Octavíus við nám í [[Apollonia (Illyríu)|Apolloniu]] í [[Illyría|Illyríu]]. Þegar erfðaskrá Caesars var lesin kom í ljós að Caesar, sem átti engin skilgetin börn, hafði ættleitt frænda sinn sem kjörson sinn og erfingja. Vegna ættleiðingarinnar tók Octavíus við nafninu '''Gaius IuliusJulius Caesar'''. Samkvæmt rómverskri hefð átti hann einnig að bæta við sem eftirnafni ''Octavíanus'' til að gefa til kynna upprunalegu fjölskyldu sína. Hins vegar er enginn vitnisburður um að hann hafi nokkurn tímann notað nafnið ''Octavíanus''. [[Marcus Antonius]] hélt því seinna fram að hann hefði greitt fyrir ættleiðingu sína með því að gera Caesar kynferðislega greiða en [[Suetonius]] segir í ævisögu Ágústusar að ásökunin hafi einungis verið rógburður.
 
Octavíanus, eins og hann er venjulega nefndur á þessu tímabili ævi sinnar, safnaði liði í Apolloniu. Hann hélt yfir til Ítalíu og fékk liði sínu gamalreynda liðsforingja úr herliði Caesars og fékk stuðning þeirra með því að leggja áherslu á stöðu sína sem erfingi Caesars. Hann var einungis átján ára gamall og var af þeim sökum hvað eftir annað vanmetinn af keppinautum sínum um völdin.
Óskráður notandi