„Demókrataflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
Stuðningsmannahópur Demókrataflokksins var orðinn aðeins fjölbreyttari en gamla Repúblikaflokksins, þar sem [[plantekrueigandi|plantekrueigendur]] voru hvað fjölmennastir. Nú var Demókrataflokkurinn flokkur fyrir bæði landeigendur og verkamenn, þá aðalega í norð-austur ríkjunum. Þetta voru allt hópar sem áttu það sameiginlegt að vilja vera í friði frá ríkinu og treysta á [[sjálfsframlag]]ið. Á þessu tímabili var flokkurinn mjög virkur og hélt úti miklum [[áróður|áróðri]], jafnt nálægt [[kosningar|kosningum]] og þess á milli. Það sem gerði þetta allt mögulegt var að fjármunir höfðu safnast saman og við það gátu ákveðnir einstaklingar helgað sig pólitíkinni alfarið.
 
Andstæðingar demókrata, „Whig-flokkurinn“, voru einnig mjög stórir á þessum tímum og héldu úti sterkri kosningabaráttu móti demókrötum, þótt þeir hafi aðeins náð forsetaembættinu tvisvar af átta skiptum milli [[1828]] og [[1856]] og þurft að vera í [[stjórnarandstaða|stjórnarandstöðu]] í þinginu oftast.
 
Til stórtíðinda kom svo um miðja 19. öldina þegar stuðningur við flokkinn dvínaði töluvert á stuttum tíma. Ástæður fyrir hnignandi [[gengi]] flokksins voru nokkrar og má þar meðal annars nefna stefnu þeirra í þrælamálum, tollamálum, innflytjendamálum og hvernig leiðtogar flokksins, þeir [[Lewis Cass]] og [[Stephen Douglas]] vildu heldur láta ríkisstjórnum og sveitarfélögum eftir stjórn, fremur en ríkinu. Varð þetta þess valdandi að stuðningur við flokkinn efldist í suðurríkjunum en aftur á móti jókst andúð hjá mörgum öðrum hópum og gengu sumir þeirra til liðs við rísandi flokk repúblikana sem þar af leiðandi unnu komandi kosningar með [[Abraham Lincoln]] í broddi fylkingar.