„Sprengidagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
OctraBot (spjall | framlög)
m Flytja til Wikidata á d:Q35105.
Lína 1:
[[Mynd:Saltkjöt og baunir.JPG|thumb|270px|Saltkjöt og baunir er íslenskur réttur sem borðaður er á fjölmörgum íslenskum heimilum á sprengidaginn en er þó alls ekki bundinn við hann eingöngu og var áður algengur allan ársins hring.]]
'''Sprengidagur''' eða ''sprengikvöld'' er þriðjudagur í [[Föstuinngangur|föstuinngangi]] fyrir [[Langafasta|lönguföstu]], 7 vikum fyrir [[Páskar|páska]] og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni [[Jón Grunnvíkingur|Jóns Ólafssonar Grunnvíkings]] frá því kringum 1735. Þar segir hann ''Sprengikvöld'' þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með alskonarallskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.
 
Kjöt þótti í kaþólskum sið ekki við hæfi föstuinngangsdagana tvo fyrir lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Erlendis nefnist þessi dagur almennt „feiti þriðjudagur“ (''Mardimardi gras'').
 
Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.“ [[Hangikjöt]] var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. En fráFrá síðasta hluta 19. aldar er vitað um ''[[saltkjöt og baunir]]'' á sprengidag og er sú hefð nú almenn.
 
==Heitið Hvíti týsdagur==
[[Jón Sigurðsson]] reyndi að koma heitinu ''hvíti týsdagur'' inn í málið í almanaki sínu, [[Íslandsalmanakið|Íslandsalmanakinu]], árið [[1853]], en það náði aldrei fótfestu meðal almennings. Það virðist ekki hafa komist nema á nokkur önnur prentuð almanök og ''Lagasafn handa alþýðu'' uns það var fellt niður árið [[1970]]. Sennilega hefur Jón talið hér vera gamalt og gleymt íslenskt heiti dagsins, en eitt heiti hannshans á Dönskudönsku er ''hvitetirsdag'' og einnig er það til á Norskunorsku sem ''kvitetysdag''. Orðsifjafræðingar telja þessa nafngift dregna af þeim sið að ''fasta við hvítan mat'' á þeim degi og borða þá aðalegaaðallega hveitibollur í soðinni mjólk.
 
Ýmis önnur nöfn eru til í norrænum málum, svo sem ''feitetysdag'' og ''smörtysdag'' sem dæmi. Á ensku hefur hann verið kallaður ''Pancake-Tuesday'' og kemur það heiti fyrir í verki ShakespeareShakespeares. Öll þessi nöfn hafa með mat að gera, sem er vegna þess að í kaþólskum sið var þetta síðasti dagurinn sem mátti borða nægju sína fyrir lönguföstu.
 
== Tengt efni ==