„Jacques Derrida“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 58 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q130631
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
hafði_áhrif_á = [[Paul de Man]], [[Bernard Stiegler]], [[Jean-Luc Nancy]], [[Judith Butler]], [[Louis Althusser]], [[Ernesto Laclau]], [[Peter Eisenman]], [[Edward Said]], [[John Caputo]], [[Mario Kopic]], [[Simon Critchley]], [[Avital Ronell]] |
}}
'''Jacques Derrida''' ([[15. júlí]] [[1930]] – [[9. október]] [[2004]]) var franskur [[heimspekingur]] sem fæddist í [[Alsír]]. Hann mótaði aðferðafræði sem kennd er við afbyggingu og verk hans eru jafnan talin til póststrúktúralisma og tengd póstmódernískum fræðum. Derrida kemur víða við í bókum sínum sem eru yfir 40 talsins ásamt ritgerðum og ræðum og hefur haft varanleg áhrif á [[hugvísindi]], einkum [[heimspeki]] og [[bókmenntafræði]]. Sú setning ersem oft er vísað til úr verkum Derrida er: „það er ekkert utan textans“ (franska: „il n'y a pas de hors-texte“) sem birtist í ritgerð um [[Rousseau]] og merkir þar að ekkert sé án samhengis. Gagnrýnendur Derrida hafa vitnað óspart í setninguna og sett fram sem eins konar slagorð í því skyni að sýna meinta villu afbyggingar í hnotskurn og gera hana tortryggilega.
 
[[Afbygging]] er tilraun til að vekja athygli á mótsögnum tiltekins texta og ganga gegn [[tvíhyggja|tvíhyggjunni]] sem hann hvílir á, nota andstæðupör hans til að grafa undan textanum og rekja upp raunverulega merkingu hans. Aðferð Derrida felur í sér að draga fram sögulegar rætur heimspekihugmynda og vefengja svokallaða ''frumspeki nærverunnar'' sem hann leit svo á að hefði drottnað yfir heimspekinni frá dögum [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkja]]. Enda þótt afbygging hafi reynst þekktasta hugtak Derrida meðal almennings fer því fjarri að það hafi yfirgnæfandi stöðu umfram önnur innan heildarverks Derrida sjálfs.