„Haraldur harðráði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Haraldur harðráði''' ([[1015]] – [[25. september]] [[1066]]) var konungur [[Noregur|Noregs]] frá [[1046]] þar til hann féll í [[orrustan við Stafnfurðubryggju|orrustunni við Stafnfurðubryggju]] (Stamford Bridge) á [[England]]i. Fyrsta árið ríkti [[Magnús góði]] bróðursonur hans með honum.
 
Haraldur var hálfbróðir [[Ólafur helgi|Ólafs helga]] og var móðir beggja Ásta Guðbrandsdóttir. Fyrri maður hennar, Haraldur grenski, brann inni þegar Ólafur var í móðurkviði og hún giftist aftur Sigurði sýr, stórbónda í [[Hringaríki]]. Haraldur var yngsti sonur þeirra. Þegar Ólafur flúði til [[Rússland]]s 1028 undan [[Knútur ríki|Knúti ríka]] fór Haraldur hálfbróðir hans með, þá enn á barnsaldri, kom aftur með honum tveimur árum síðar og var einn fárra manna Ólafs sem komust undan úr [[Stiklastaðaorrusta|Stiklastaðaorrustu]]. Hann flúði til [[Svíþjóð]]ar og síðan um RússlandsRússland til [[Mikligarður|Miklagarðs]], þar sem hann gekk í sveit [[Væringjar|Væringja]]. Þar átti hann glæstan feril og var innan fárra ára orðinn foringi Væringja. Í sögu Haraldar er greint frá fjölda bardaga sem hann tók þátt í víða við [[Miðjarðarhaf]].
 
Sagt er að Haraldur hafi haldið heim á leið þegar honum bárust fregnir af því að bróðursonur hans, [[Magnús góði]] Ólafsson, væri orðinn konungur í Noregi. Hann taldi sjálfan sig ekki síður réttborinn til konungs. Hann kom til Noregs hlaðinn gulli og gersemum eftir dvölina í Miklagarði og tókst innan tíðar að kaupa sér stuðning höfðingja, svo að 1046 neyddist Magnús til að samþykkja hann sem meðkonung og þegar Magnús dó eftir fall af hestbaki árið eftir varð Haraldur einn konungur.