Munur á milli breytinga „Kynþáttahatur“

5.793 bætum bætt við ,  fyrir 5 árum
ekkert breytingarágrip
{{sameina|Rasismi}}
'''Kynþáttahatur''' er að finna til [[andúð]]ar á tilteknum hópi fólks sem skilgreindur er út frá [[kynþáttur|kynþætti]]. Kynþáttahatur liggur oft [[þjóðernisátök]]um til grundvallar.
 
'''Rasismi'''/'''kynþáttahatur''' er sú hugmynd að kynþættir mannkyns séu eðlisólíkir og eru þá sumir kynþættir taldir öðrum æðri. Vísindaleg [[kynþáttahyggja]] er söguleg undirrót rasisma en hann birtist oftast sem [[kynþáttahatur]] eða [[kynþáttafordómar]] og getur leitt til mismununar á grundvelli kynþáttar. Greinarmunur er gerður á rasisma og [[útlendingaótti]] þótt hvort tveggja geti farið saman en útlendingaótti er andúð eða styggð gagnvart útlendingum eða framandi menningu, án kerfislegrar hugmyndafræði. Í daglegu tali er orðið rasismi notað um hverskyns mismunun gagnvart útlendingum, byggða á arfbundnum, útlitslegum, menningarlegum eða trúarlegum þáttum.<ref>Sbr. „… en hún afþakkaði verðlaunin vegna rasisma og and-islamisma sem finna mátti í aðdraganda göngunnar,“ úr [http://www.visindavefur.is/svar.php?id=65469 svari Vísindavefsins við spurningu um Judith Butler].</ref> Stungið hefur verið upp á orðinu ''ný-rasismi'' til að greina rasisma sem felur í sér mismunun á grunni menningarmunar frá upphaflegri merkingu orðsins sem sneri að [[kynþáttur|kynþáttum]].<ref>Berglind Eygló Jónsdóttir, [http://skemman.is/handle/1946/3598 Ný-rasismi í reynd], lokaritgerð við HÍ 2009</ref> Þá hefur orðið ''hversdagsrasismi'' einnig verið kynnt til sögunnar „til að sýna fram á hvernig kerfisbundinn rasismi endurnýjast að miklu leyti í gegnum rútínu eða hversdagslega hegðun, sem tekin er sem sjálfsögð í daglegu lífi“.<ref>[http://www.ici.is/assets/Birtingarmyndir_dulinna_ford%C3%B3ma_og_mismununar_2012_x.pdf | ''Um birtingarmyndir dulinna fordóma og mismununar''], skýrsla unnin af InterCultural Iceland, 2012, styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála, Velferðarráðuneytinu. Bls. 9.</ref>
 
== Saga ==
Sögulega séð var rasismi einn helsti hugmyndalegi drifkrafturinn á bakvið þrælaverslun yfir Atlantshafið. Hann lá til grundvallar kerfisbundinni mismunun í Bandaríkjunum á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu og Apartheid stefnunnar í Suður-Afríku. Rasismi var einnig drjúgur hluti af hugmyndalegum grundvelli þjóðarmorða á borð við helförina og útrýmingu indíána í Ameríku og tengdist heimsvaldastefnu nánum böndum í Suður-Ameríku og Afríku, Asíu og Ástralíu. Rasísk hugmyndafræði og rasískt atferli eru alþjóðlega fordæmd af Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 
== Rasismi á Íslandi ==
 
=== Fjórða skýrsla Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum ===
Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum (''The European Commission against Racism and Intolerance'', ECRI) var sett á laggirnar árið 1993. Nefndin skilar árlegri skýrslu til Evrópulanda um þau merki sem í löndunum má finna um rasisma, ásamt ábendingum til stjórnvalda um úrbætur.<ref>[http://www.velferdarraduneyti.is/media/utgafa2010/ECRI_00102009.pdf Umfjöllun um starfsemi og skýrslur ECRI, á íslensku, frá árinu 2010]</ref> Fjórða skýrsla nefndarinnar um stöðu mála á Íslandi kom út árið 2012. Er þar sagt að einhverjar framfarir hafi átt sér stað frá því nefndin skilaði þriðju skýrslunni árið 2007 en einnig gerðar eftirfarandi athugasemdir, meðal annarra:
 
# Ísland hafi ekki sett á laggirnar sérstaka stofnun til að berjast við rasisma og mismunun „á grundvelli 'kynþáttar', hörundslitar, tungumáls, trúarbragða, þjóðernis eða svæðisbundins uppruna.
# Minniháttar afbrot geti útilokað tilkall fólks til ríkisborgararéttar. Þá sé krafist kunnáttu í íslenskri tungu til að geta öðlast ríkisborgararétt, en fjárveitingar til íslenskunáms fyrir útlendinga hafi verið skertar.
# Í fjölmiðlum sé oft getið ríkisfangs eða uppruna fólks sem grunað er um glæpsamlegt athæfi þó að það sé málinu óviðkomandi. Ein sjónvarpsstöð og nokkrar vefsíður eru sagðar ástunda hatursorðræðu í garð múslima. Múslimasamfélög á Íslandi hafi enn ekki fengið leyfi til byggingar mosku, þrátt fyrir að ein þaraðlútandi umsókn hafi beðið afgreiðslu í tólf ár.
#Börn innflytjenda hrekist frekar úr námi í menntaskólum en nemendur af íslenskum uppruna.
# Hælisleitendur geti enn ekki áfrýjað ákvörðunum í málum sínum til sjálfstæðs og óháðs úrskurðaraðila. Börn á skólaskyldualdri sem stödd eru í umsóknarferli um hæli hafi ekki öll aðgang að námi.
# Enn séu engin úrræði til að rannsaka ásakanir um misbeitingu lögregluvalds, óháð lögreglunni og ákæruvaldinu.<ref name=ecri4>[http://www.mcc.is/media/frettir/ECRI-2011.pdf Skýrsla ECRI um Ísland (fjórða eftirlitslota)], Evrópuráðið 2012 (íslensk þýðing)</ref>
 
Þá er í tillögunum lögð sérstök áhersla á að yfirvöld styrki þjálfun lögregluliðs, ákæruvalds, dómara og lögfræðinga í að fást við mál sem snúa að rasisma og rasískri mismunun og hvernig bera megi kennsl á rasísk tilefni afbrota.<ref name="ecri4" />
 
== Tengt efni ==
* [[Mannréttindi]]
* [[Gyðingdómur#Gyðingahatur|Gyðingahatur]]
* [[Múslimahatur]]
* [[Hatursorðræða]]
* [[Þjóðernishreyfing Íslendinga|Íslenskir nasistar]]
 
== Tenglar ==
* [http://www.ici.is/assets/Birtingarmyndir_dulinna_ford%C3%B3ma_og_mismununar_2012_x.pdf ''Um birtingarmyndir dulinna fordóma og mismununar''], skýrsla unnin af InterCultural Iceland 2012.
* [http://skemman.is/stream/get/1946/1537/5840/3/Baroncelli.pdf „Staðalímyndir og sannleikur“], grein eftir Flavio Baroncelli í þýðingu Egils Arnarsonar, birtist í ''Nordicum-Mediterraneum: Icelandic E-Journal of Nordic and Mediteranean Studies''
 
== Tilvísanir ==
<references />
 
[[en:Racism]]
[[Flokkur:Fordómar]]
 
 
==Tengt efni==
1.118

breytingar