„Ólympsguðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Smá klaufavilla í "Ólymðsguðir" ð í stað p.
Lína 1:
[[Mynd:Olympians.jpg|thumb|right|200px|Ólympsguðir eftir [[Nicolas-André Monsiau|Monsiau]] frá síðari hluta 18du aldar.]]
'''Ólympsguðir''' eða '''guðirnir tólf''' (á [[Forngríska|forngrísku]] ''Δωδεκάθεον'' < δώδεκα (''dodeka'') „tólf“ + θεοί (''þeoi'') „guðir“) voru megin guðirnir í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði]] (og síðar einnig í [[Rómversk goðafræði|rómverskri goðafræði]]). Þeir voru taldir búa á [[Ólympsfjall]]i í [[Grikkland]]i. Elsta ritaða heimildin um helgiathafnir þeim til heiðurs er í hómeríska sálminum til Hermesar. Oftast voru ÓlymðsguðirnirÓlympsguðirnir taldir vera: [[Seifur]], [[Hera]], [[Póseidon]], [[Demetra]], [[Ares]], [[Aþena (gyðja)|Aþena]], [[Apollon]], [[Artemis]], [[Hefæstos]], [[Afródíta]], [[Hermes]] og [[Díonýsos]]. Samsvarandi guðir Rómverja voru: [[Júpíter (guð)|Júpíter]], [[Júnó]], [[Neptúnus (guð)|Neptúnus]], [[Ceres]], [[Mars (guð)|Mars]], [[Mínerva]], [[Apollon]], [[Díana (gyðja)|Díana]], [[Vulcanus]], [[Venus (gyðja)|Venus]], [[Merkúríus (guð)|Merkúríus]] og [[Bakkus]]. [[Hades]] (hjá Rómverjum: [[Plútó (guð)|Plútó)]] var venjulega ekki talinn til Ólympsguða vegna þess að hann dvaldist í [[Undirheimar (grísk goðafræði)|undirheimum]] en ekki á Ólympsfjalli. Stundum var [[Hestía]] (hjá Rómverjum: [[Vesta]]) talin til Ólympsguða.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?“. Vísindavefurinn 6.11.2009. http://visindavefur.is/?id=53901. (Skoðað 14.1.2010).</ref> Þegar Díonýsosi var boðið í hópinn urðu Ólympsguðir þrettán en úr því að þrettán var talin óheillatala yfirgaf Hestía hópinn til þess að forðast illdeilur.
 
Þegar í [[fornöld]] var þó á reiki hverjir tilheyrðu hópnum. Um 430 f.Kr. taldi sagnaritarinn [[Heródótos]] Ólympsguði vera eftirfarandi: Seifur, Hera, Póseidon, Hermes, Aþena, Apollon, [[Alfeifur]], [[Krónos]], [[Rhea]] og þokkagyðjurnar þrjár. Fornfræðingurinn þýski [[Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff]] taldi að útgáfa Heródótosar væri rétt.<ref>Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff, ''Der Glaube der Hellenen'' 1sta bindi (Berlín: Weidmansche Buchhandlung, 1931–1932), 329.</ref>