Munur á milli breytinga „Raspútín“

 
=== Ráðabrugg og morð ===
Það voru aðalsmennirnir Felix Jussupov, Purisjkevits og Dimitrí Pavlovits sem hófu að skipuleggja morðið á Raspútín, Rússlandi til bjargar enda vour þeir miklir þjóðernissinnar. Þeir buðu Raspútín í matarboð í Majkahöll að kvöldi 29. desembers 1916, þar sem hann átti að hitta Írínu, eignkonu Jussupovs, en hún þótti mjög fögur. Raspútín gat ekki neitað slíku boði enda kvennamaður mikill og hélt því af stað. Þegar komið var til hallarinnhallarinnar var hann leiddur inniinn í glæsilegan veislusal þar sem hann þáði vínglas og smákökur, það sem hann ekki vissi að þær voru stútfullar af eitri. Eitrið gat þó ekki bitið á hinum heilaga manni og eftir margra tíma bið var ákveðið að nota áætlun B.<ref>''Sagan öll'' 2010: 48-49.</ref>
 
Raspútín var þá beðin að leggjast á bæn fyrir framan kross einn og skaut Jussupov hann þá í bakið. Rasspútín féll fram í grúfu og virtist allur en þegar Jussupov aðgætti líkið vaknaði Raspútín, stóð á fætur og tók Jussupov hálstaki. Hann reyndi síðan að flýja en í hallargarðinum beið Purisjkevits og lét rigna yfir hann kúlum. Síðan bundu þeir hendur hans og settu hann á sleða sem þeir drógu útaðút að fljótinu. Þar höfðu þeir áður gert stórt gat á ísilagt fljótið og hentu þeir honum undir ísinn. Líkið fanstfannst þremur dögum seinna, með lungun full af vatni. Það var ekki eitrið eða byssukúlurnar sem höfðu banað Raspútín, hann hafði drukknað.<ref>''Sagan öll'' 2010: 49.</ref>
 
== Spádómur Raspútíns ==
Óskráður notandi