„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Comp.arch (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
{{Aðalgrein|Jarðsaga Íslands}}
[[Mynd:Iceland Mid-Atlantic Ridge Fig16.gif|thumb|left|Áætluð flekaskil jarðarinnar samkvæmt [[flekakenningin|flekakenningunni]]]]
 
Ísland er á skilum [[Norður-Ameríkuflekinn|Norður-Ameríku-]] og [[Evrasíuflekinn|Evrasíuflekanna]], á svokölluðum [[heitur reitur|heitum reit]] og er þar því mikil jarðvirkni. Flekarnir tveir stefna hvor í sína áttina með nokkurra millímetra hraða á ári. Elstu hlutar Íslands urðu til fyrir um 20 milljónum árum síðan. Til samanburðar má nefna að talið er að [[Færeyjar]] hafi orðið til fyrir um 55 milljónum árum, [[Asóreyjar]] um 7 milljónum árum og [[Hawaii]] eyjar innan við milljón árum síðan.<ref>{{vefheimild|url=http://www.nvd.fo/index.php?id=130|titill=Uppskriftir og myndir frá jarðfrøði-ferðum kring landið (okt. 2004)|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2006}}</ref> <ref>{{vefheimild|url=http://hvo.wr.usgs.gov/maunaloa/|titill=Mauna Loa: Earth's Largest Volcano|mánuðurskoðað=22. desember|árskoðað=2006}}</ref>
 
Lína 12 ⟶ 13:
 
== Landafundir ==
[[Mynd:Thule carta marina Olaus Magnus.jpg|thumb|Hin dularfulla eyja ''Thule'' á korti eftir [[Olaus Magnus]] ]]
 
Áður en Ísland var byggt á 10. og 11. öld er talið mögulegt að þar hafi menn haft dvalarstað um stundarstakir. Sagt er að maður að nafni [[Pýþeas]] frá Massailíu ([[Marseille]] í Frakklandi) hafi ferðast norður um höf á [[4. öld f.Kr.]] og fundið eða haft afspurnir af eyju sem hann nefndi ''Thule'' eða ''Ultima Thule'', hafa menn leitt líkum að því að hér gæti hann verið að tala um Ísland en lítið er hægt að fjölyrða frekar um það.
 
Lína 26 ⟶ 28:
=== Landið numið ===
[[Mynd:Ingolf by Raadsig.jpg|thumb|right|Málverk af Ingólfi Arnarsyni eftir [[Johan Peter Raadsig]] frá [[1850]].]]
 
Saga Íslands hefst samkvæmt hefðbundinni söguskoðun með landnámi Ingólfs Arnarsonar um [[870]] því þá hefst jafnframt skipulagt [[landnám Íslands]]. Ingólfur kaus sér búsetu í [[Reykjavík]] og er talið að skálarúst sem fannst við [[Aðalstræti]] nálægt aldamótunum [[2000]] geti hafa verið híbýli hans. Hann nam land frá ósum [[Ölfusá]]r til ósa [[Brynjudalsá]]r og „öll nes út“. Hann er jafnan talinn fyrsti landnámsmaðurinn og miðað við ártalið [[874]], því þá er hann talinn hafa byggt bæ sinn. [[Fornleifauppgröftur|Fornleifarannsóknir]] á síðustu árum benda þó til þess að mannabyggð hafi verið hér töluvert fyrr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20090316/FRETTIR01/345622391/-1|titill=Ísland numið á árunum 700 til 750|ár=2009|mánuður=16. mars}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/12/landnam_fyrir_landnam/|titill=Landnám fyrir landnám?|ár=2009|mánuður=12. maí|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/04/var_island_numid_670/|titill=Var Ísland numið 670?|ár=2009|mánuður=4. nóvember|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref>
 
Lína 37 ⟶ 40:
== Þjóðveldið ==
{{aðalgrein|Þjóðveldið}}
 
Stundum er talað um þjóðveldistímann, frá stofnun [[Alþingi]]s [[930]] fram til þess er Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd [[1262]], sem [[gullöld Íslendinga]], þótt [[Sturlungaöld]]in sé raunar oft undanskilin. Víst er að miðbik þessa tímabils, eftir lok sögualdar og fram á síðari hluta 12. aldar, var tiltölulega friðsælt og hagsælt tímabil í Íslandssögunni, árferði virðist hafa verið tiltölulega gott og engar sögur fara af meiriháttar innanlandsátökum, öfugt við það sem segja má um hin Norðurlöndin; í Noregi geisaði til að mynda nær stöðug [[borgarastyrjöld]] megnið af 12. öld. Á 13. öld snerist þetta hins vegar við.
 
=== Söguöld ===
[[Mynd:Am156folp1.jpg|thumb|Fyrsta blaðsíðan af handriti [[Hrafnkels saga Freysgoða|Hrafnkels sögu Freysgoða]]]]
 
Flestar [[Íslendingasögur]]nar segja frá atvikum sem eiga að hafa gerst á tímabilinu frá því á síðari hluta landnámsaldar og fram til [[1030]] eða þar um bil. Þetta var mikill umbrotatími, landið var fullnumið og farið að þrengjast um sumstaðar en [[stjórnskipan Íslands|stjórnskipulag]] og [[dómsvald|réttarkerfi]] ekki fullmótað og mönnum gekk misjafnlega að beygja sig undir það. Íslendingar voru líka mikið í ferðum til útlanda, sigldu til Noregs á konungsfund eða til að versla og fóru í víkingaferðir til Bretlandseyja og tóku þar þátt í bardögum og ránsferðum. Margar Íslendingasagna gerast að hluta til erlendis.
 
Lína 50 ⟶ 55:
=== Stofnun Alþingis ===
{{aðalgrein|Alþingi}}
 
Landnámsmenn gerðu sér fljótt grein fyrir því að einhvers skipulags væri þörf, ekki síst til að leysa úr deilumálum sem upp komu þegar landsmönnm fjölgaði og þrengdist um svigrúm. Þeir voru líka vanir þinghaldi úr heimalöndum sínum. Því komu staðbundin þing fljótlega til sögunnar og eru [[Kjalarnesþing]] í landnámi Ingólfs og [[Þórsnesþing]] á [[Snæfellsnes]]i talin elst, enda byggðust svæðin í kringum þau mjög snemma.<ref>Sverrir Jakobsson. „Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?“. Vísindavefurinn 17.4.2001. http://visindavefur.is/?id=1504. (Skoðað 7.5.2010).</ref>
 
Lína 59 ⟶ 65:
=== Skipulag þingsins ===
[[Mynd:1761_Homann_Heirs_Map_of_Iceland_"Insulae_Islandiae"_-_Geographicus_-_Islandiae-hmhr-1761.jpg|thumb|Landsfjórðungar Íslands á landakorti frá 1761.]]
 
Æðsta stofnun þingsins var [[lögrétta]], sem setti ný lög, fjallaði um mál og nefndi menn í [[fimmtardómur|fimmtardóm]], sem var eins konar yfirréttur, eftir að honum var komið á um [[1005]], en einnig störfuðu á þinginu fjórir [[fjórðungsdómur|fjórðungsdómar]], einn fyrir hvern [[landsfjórðungur|landsfjórðung]]. Í henni sátu 48 goðar (eða [[goðorðsmaður|goðorðsmenn]]) á miðpalli og hafði hver þeirra tvo ráðgjafa, annar sat fyrir framan hann og hinn fyrir aftan, þannig að í raun sátu 146 menn í lögréttu.
 
Lína 67 ⟶ 74:
=== Kristnitaka ===
{{Aðalgrein|Kristnitakan á Íslandi}}
 
Flestir landsnámsmanna voru [[ásatrú]]ar en nokkrir [[kristni]]r og höfðu þeir flestir kynnst kristinni trú og látið skírast á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Fæstir virðast þó hafa viðhaldið trú sinni lengi hér og enginn landnámsmanna reisti [[kirkja|kirkju]] en ásatrúarmenn reistu víða hof og blótuðu þar. Samkvæmt heimildum var það Þorvarður Spak-Böðvarsson sem byggði fyrstu kirkjuna í [[Neðri-Ás]]i í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]] um [[984]]. Um svipað leyti sendi [[Haraldur blátönn]] [[Saxland|saxneskan]] biskup, Friðrek að nafni, til Íslands til [[kristniboð]]s og var Skagfirðingurinn [[Þorvaldur víðförli]] með honum í för.
 
Lína 74 ⟶ 82:
 
=== Biskupsstólar og klaustur ===
 
Næstu árin voru hér ýmsir förubiskupar en árið [[1056]] var [[Ísleifur Gissurarson]] vígður biskup Íslands og [[Skálholt]]sstóll stofnaður. Árið [[1096]] eða [[1097]] fékk sonur hans, [[Gissur Ísleifsson]], sem tók við af föður sínum, komið því fram að [[tíund]] var tekin upp en það var skattur á eignir Íslendinga sem skiptist í fernt. Fjórðung fengu prestar, fjórðung fengu kirkjur til viðhalds, fjórðungur rann til biskups og síðasti fjórðungurinn fór til þurftarmanna. Þar sem kirkjur voru yfirleitt á höfuðbólunum sem höfðingjar áttu og þeir voru margir vígðir menn og voru sjálfir prestar þýddi þetta að þeir fengu í raun helminginn af tíundinni. Stuðlaði það að auðsöfnun þeirra en átti eftir að valda miklum deilum síðar (Sjá [[Staðamálin]]).
 
Lína 88 ⟶ 95:
== Sturlungaöld ==
{{aðalgrein|Sturlungaöld}}
 
Þegar leið á 12. öld fór stöðugleiki og grunnur íslenska samfélagsins, sem byggðist á jafnvægi milli höfðingja, að raskast. Goðorð erfðust og gengu kaupum og sölum og völdin söfnuðust á færri hendur en áður. Þessi þróun hófst í Skagafirði og Árnesþingi og er hugsanlegt að stofnun biskupsstóla í þessum héröðum hafi haft einhver áhrif á það. Segja má að Ísland hafi smátt og smátt orðið samsafn laustengdra [[borgríki|borgríkja]], þó án skýrra landfræðilegra marka.
 
Lína 103 ⟶ 111:
=== Snorri og Sturlungar ===
[[Mynd:Snorralaug10.JPG|thumb|Snorralaug við Reykholt]]
 
Hvamm-Sturla átti þrjá syni; [[Þórður Sturluson|Þórð]], [[Sighvatur Sturluson|Sighvat]] og [[Snorri Sturluson|Snorra]], sem allir urðu valdamiklir goðorðsmenn, Þórður á [[Snæfellsnes]]i, Snorri í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og Sighvatur fyrst í Dölum og síðar í Eyjafirði. Þeir voru mjög áberandi í átökum Sturlungaaldar, einkum Snorri og Sighvatur, ásamt [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] syni Sighvats og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeini unga]], leiðtoga Ásbirninga og [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]], foringja Haukdæla.
 
Lína 139 ⟶ 148:
=== Norska öldin ===
{{aðalgrein|Norska öldin}}
 
Fjórtánda öldin hefur verið kölluð [[Norska öldin]] í sögu Íslendinga því þá voru tengsl Íslands og Noregs mikil. Ýmsir norskir embættismenn og biskupar gegndu embætti á Íslandi og verslun við Noreg var mikil, ekki síst eftir að mikill kippur kom í skreiðarverslun og [[útgerð]]. Vísir að fiskiþorpum byggðist upp á sumum helstu útgerðarstöðum Íslands og [[skreið]] tók við af [[vaðmál]]i sem helsta útflutningsvaran.
 
Lína 148 ⟶ 158:
=== Enska og þýska öldin ===
{{aðalgrein|Enska öldin|Þýska öldin}}
 
Snemma á 15. öld hófst svo það tímabil sem hefur verið kallað [[Enska öldin]], þegar verslun og önnur samskipti við Englendinga voru meiri en við aðrar þjóðir og Englendingar sigldu mikið til Íslands til að kaupa skreið og fleira og selja Íslendingum varning, auk þess sem ensk fiskiskip stunduðu veiðar við Ísland. Ekki gekk þetta allt þó slétt og fellt fyrir sig, heldur ekki þótt allmargir Englendingar gegndu hér biskupsembætti á 15. öld og voru þeir skipaðir af páfa en ekki erkibiskupi.
 
Lína 159 ⟶ 170:
[[Mynd:Gudbrandsbiblia.jpg|thumb|right|Titilblað Guðbrandsbiblíu, 1584.]]
{{aðalgrein|Siðaskiptin á Íslandi}}
 
[[Kristján 3.|Kristján konungur 3.]] innleiddi [[mótmælendatrú]] í Danmörku [[30. október]] [[1536]] en ekki verður séð að hann hafi gert neitt til að afla henni brautargengis á Íslandi næstu árin. Áhrif [[Marteinn Lúther|Lúthers]] voru þó þegar farin að berast til landsins og Þjóðverjar,sem stunduðu veiðar og verslun hér við land, eru sagðir hafa reist lútherska kirkju í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] þegar [[1533]].
 
Lína 176 ⟶ 188:
=== Einokunarverslun ===
{{aðalgrein|Einokunarverslunin}}
 
17. öldin hófst með því að [[einokunarverslun]] var komið á árið [[1602]]. Danakonungur hafði á sínum tíma hvatt Þjóðverja til Íslandsverslunar til að vinna gegn áhrifum Englendinga en nú voru Danir sjálfir farnir að láta meira til sín taka í verslun en áður og konungur veitti borgurum Kaupmannahafnar, [[Helsingjaeyri|Helsingjaeyrar]] og [[Málmey (Svíþjóð)|Málmeyjar]] (sem þá tilheyrðu Danaveldi) einkarétti á Íslandsverslun gegn tiltölulega vægu afgjaldi. Í raun voru margir dönsku kaupmannanna leppar þýskra [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]]. Skip annarra þjóða héldu þó áfram að koma að landinu til veiða hundruðum saman og Íslendingar versluðu mikið við þau á laun. Lítið var gert við því framan af.
 
Lína 196 ⟶ 209:
== Sjálfstæðisbaráttan ==
{{aðalgrein|Sjálfstæðisbarátta Íslendinga}}
 
Þótt Íslendingar gengju Noregskonungi á hönd árið [[1262]] má segja að þeir hafi að mestu leyti ráðið sér sjálfir næstu aldirnar. Það er ekki fyrr en með siðaskiptunum sem áhrif Dana á innanlandsmál fara að aukast verulega og ná svo hámarki með upptöku einveldis [[1662]]. Eftir það verður þess stundum vart að Íslendingar fari fram á að vera settir jafnt og aðrir þegnar Danakonungs en hvergi er þó hægt að segja að örli á neinum óskum um sjálfstæði. Þótt oft sé talað um illa meðferð Dana á sárafátækum íslenskum almúga er sannleikurinn sá að oftar en ekki voru það íslenskir höfðingjar og stórbændur sem sjálfir fóru illa með landa sína.
 
=== Upphaf sjálfstæðisbaráttu ===
 
Með upplýsingarstefnunni og þó ekki síður þegar [[þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]] óx fiskur um hrygg í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar efldist þjóðerniskennd Íslendinga. Áhugi á sögu Íslands, íslensku máli og fornbókmenntum jókst til muna og glæddi þjóðerniskenndina. Tæpast er þó hægt að tala um eiginlega sjálfstæðisbaráttu á fyrri hluta aldarinnar, þótt [[Jörundur hundadagakonungur]] lýsti landið að vísu sjálfstætt í skammvinnu valdaráni sínu sumarið [[1809]]. [[Alþingi]], sem orðið var valdalaust og hafði varla annað hlutverk en að dæma í málum sem þangað var vísað úr héraði, hafði verið lagt niður árið [[1800]] og [[Landsyfirréttur]] stofnaður í staðinn.
 
Lína 222 ⟶ 235:
=== Heimastjórnartímabilið ===
[[Mynd:Björn Jónsson, minister of Iceland, gives a speech on June 2, 1908 regarding the autonomy of Iceland vis-a-vis Denmark.jpg|thumb|right|1908 [[Björn Jónsson]], ráðherra Íslands, flytur ræðu í porti [[Barnaskóli Reykjavíkur|Barnaskólans]] vegna [[Sambandslögin|Sambandsmálsins]]. Mannfjöldi fylgist með.]]
 
[[Heimastjórn]] fengu Íslendingar [[1904]] og varð [[Hannes Hafstein]] fyrsti ráðherrann. Heimastjórnartíminn var framfaratími þótt vissulega setti [[heimsstyrjöldin fyrri]] með tilheyrandi vöruskorti og dýrtíð svip á síðari hluta hans. Miklar breytingar urðu á atvinnuháttum, vélbáta- og togaraöldin hófst og Íslendingar eignuðust eigin skipafélag, [[Eimskipafélag Íslands]], og eigin banka, [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]] og síðan [[Íslandsbanki (eldri)|Íslandsbanka (eldri)]], en með honum kom erlent fjármagn til landsins. Fyrstu [[dagblað|dagblöðin]] hófu útkomu og [[sæsími]] var lagður til landsins, svo að fréttir utan úr heimi bárust nú samdægurs til landsins. Bílar komu til landsins og miklar framfarir urðu í vegagerð. Reykjavík varð að höfuðborg landsins, þangað fluttist fjöldi fólks.
 
Lína 230 ⟶ 244:
=== Fullveldi ===
[[Mynd:Iceland sovereignty 1918 m olafsson.jpg|thumb|right|Hópur fólks fagnar fullveldinu 1. desember 1918 við [[Stjórnarráð Íslands]].]]
 
Þann [[1. desember]] árið [[1918]] varð Ísland svo [[fullveldi|fullvalda]] ríki með eigin [[fáni|þjóðfána]] en var þó áfram í konungssambandi við Danmörku. Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með [[utanríkismál]] og [[landhelgi]]sgæslu. Lýðveldi var svo stofnað á Þingvöllum [[17. júní]] [[1944]] og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. [[Sveinn Björnsson]] var kosinn fyrsti [[forseti Íslands]].