„Brennuöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 10:
Árið [[1654]] voru þrír menn [[brenna á báli|brenndir]] fyrir [[galdur]] í [[Trékyllisvík]] á [[Strandasýsla|Ströndum]]. Þær brennur mörkuðu upphaf galdrafársins á Íslandi sem nefnt hefur verið „[[brennuöld]]“. Árið [[1625]] eða 29 árum áður var fyrsti maðurinn brenndur fyrir galdur, [[Jón Rögnvaldsson]] á [[Melaeyrar|Melaeyrum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]].
 
Í kjölfar brennanna í Trékyllisvík voru sextánsautján menn og ein kona brennd til viðbótar. Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram í [[Arngerðareyri|Arngerðareyrarskógi]] við Djúp árið [[1683]]. Tveimur árum seinna var maður brenndur á alþingi fyrir [[guðlast]] og hefur það mál stundum verið talið með galdramálum, vegna refsingarinnar.
 
Síðasti brennudómurinn á Íslandi var kveðinn upp árið [[1690]]. Þá var [[Klemus Bjarnason]] úr [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]] á [[Strandir|Ströndum]] dæmdur á [[Öxárþing]]i til að brennast á báli fyrir að hafa valdið veikindum húsfreyjunnar á [[Hrófberg]]i. Dómnum var svo breytt með [[konungsbréf]]i og Klemus dæmdur í útlegð. Klemus dó úr sótt í [[fangelsi]] í [[Kaupmannahöfn]] tveimur árum síðar.
Lína 40:
* [[1681]] - Ari Pálsson hreppsstjóri.
* [[1683]] - Sveinn Árnason (''Selárdalsmálin'').
* [[1683|1685]] - Halldór Finnbogason úr Mýrasýslu brenndur á Alþingi.
 
== Tengt efni ==