„Vopnafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Reykholt (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Reykholt (spjall | framlög)
→‎Saga: mynd
Lína 14:
Ysti hluti Kolbeinstanga nefnist Tangasporður. Þar er engin byggð en landslag mjög sérstakt, óvenjulegar klettamyndanir og ljósar sandfjörur. Á Tangasporði eru þrjú fell, Fagrafjall, Miðfell og Taflan.
 
[[Mynd:Vopnafjörður..jpg|thumbnail|Í kringum 1900]]
== Saga ==
Við [[landnám]] eru taldir þrír landnámsmenn í Vopnafirði: [[Eyvindur vopni]] og [[Hróaldur bjóla]] sem voru fóstbræður og [[Lýtingur Arnbjarnarson]]. Nafn fjarðarins er sagt dregið af viðurnefni Eyvindar sem nam [[Hofsárdal]] og hluta [[Vesturárdals]] austan megin og bjó hann í [[Syðrivík]] sem þá hét heitið Krossavík innri. Hróaldur nam Selárdal, hluta Vesturárdals og norðurströnd fjarðarins. Hann bjó fyrst á Hróaldsstöðum í Selárdal en síðar á Torfastöðum í Vesturárdal. Lýtingur nam austurströnd fjarðarins og bjó í Krossavík ytri. Telja má bróðurson Eyvindar vopna, [[Steinbjörn körtur Refsson|Steinbjörn kört Refsson]], fjórða landnámsmanninn þar sem hann byggði sér bæ á Hofi eftir að Eyvindur frændi hans gaf honum land milli Hofsár og Vesturdalsár. Loks kom [[Þorsteinn hvíti Ölvisson]] frá Noregi og keypti hann land af Eyvindi en tók síðar Hofslönd af Steinbirni upp í skuld. Hann bjó að sögn [[Landnámabók]]ar á Hofi í sextíu ár.