„Berklar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
shit happens ....... Berklar er lífshættulegur smitsjúkdómur sem smitast á milli manna um öndunarfæri. Meinvaldurinn er baktería sem kemst inn í líkamann við öndun, hún berst svo með blóðrás úr öndunarfærunum um líkamann. Berklasýkilinn hreiðrar svo um sig í nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er að þeir valdi sjúkdómi í lungunum, þar eru vaxtarskilyrðin góð, aðallega í lungnatoppnum.<ref>Þuríður Árnadóttir. „Hvað eru berklar?“. Vísindavefurinn 10.10.2002. http://visindavefur.is/?id=2773. (Skoðað 13.4.2011).</ref>
[[Mynd:Tuberculosis-x-ray-1.jpg|thumb|right|Röntgenmynd af lunga berklasjúklings.]]
'''Berklar''' (áður kallaðir ''tæring'') er lífshættulegur sjúkdómur sem smitast á milli manna í gegnum andrúmsloftið. Þeir hafa valdið fjölda dauðsfalla um allan heim. Algengasti orsakavaldurinn eru [[gerlar|bakteríur]] af tegundinni ''[[Mycobacterium tuberculosis]]''. Fyrir hálfri öld síðan komu fram fyrstu [[sýklaluyf|lyfin]] við sjúkdómnum en áður en lyfin komu til sögunnar notaðist fólk við aðrar aðferðir til að lækna berklana. Berklafaraldurinn stóð í hámarki á Íslandi um [[1900]] en þá var hann farinn að minnka í öðrum nágrannalöndum.
 
Til eru tvær tegundir af berklasýklum sem verka á menn og eru álíka skæðir. Það eru hinn venjulegi berklasýkill (''M. tuberculosis'') og svo önnur tegund (''[[Mycobacterium bovis|M. bovis]]'') sem einkum leggst á nautgripi en menn geta einnig smitast af (og stundum líka af fuglaberklum (''[[Mycobacterium avium|M. avium]]'')). Auk þeirra eru til undirtegundir, sem eru á ýmsan hátt afbrigðilegir, bæði í ræktun og hegðun í tilraunadýrum. Geta sumir þeirra valdið sýkingu hjá mönnum og dýrum en sýkingin er yfirleitt vægari og eru þessir sýklar því engan veginn eins skæðir fyrir menn. Þessar afbrigðulegu undirtegundir hafa færst í aukana á síðari árum og er sú kenning til að sumir þeirra að minnsta kosti hafi komið fram eftir að lyf fundust við berklaveiki.<ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=414495&pageSelected=5&lang=0 Morgunblaðið 1960]</ref>
 
== Almennt um berkla ==
Berklar er lífshættulegur smitsjúkdómur sem smitast á milli manna um öndunarfæri. Meinvaldurinn er baktería sem kemst inn í líkamann við öndun, hún berst svo með blóðrás úr öndunarfærunum um líkamann. Berklasýkilinn hreiðrar svo um sig í nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er að þeir valdi sjúkdómi í lungunum, þar eru vaxtarskilyrðin góð, aðallega í lungnatoppnum.<ref>Þuríður Árnadóttir. „Hvað eru berklar?“. Vísindavefurinn 10.10.2002. http://visindavefur.is/?id=2773. (Skoðað 13.4.2011).</ref>
 
Berklar smitast aðallega með hósta, þá dreifast berklasýklarnir um loftið og því erfitt að forðast smit. Ef berklasjúklingur hóstar á markaðstorgi getur heilbrigður einstaklingur samt smitast þó liðið hafa þrjár klukkustundir á milli. Berklarnir eru samt ekki mjög smitandi til dæmis miðað við flensur, smithættan er meiri eftir því sem samskipti við sjúklinginn eru nánari.<ref>Þuríður Árnadóttir. „Hvað eru berklar?“. Vísindavefurinn 10.10.2002. http://visindavefur.is/?id=2773. (Skoðað 13.4.2011).</ref>