„Miklihvellur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 12:
 
== Saga ==
Kenningin um miklahvell þróaðist út frá athugunum og kennilegum hugleiðingum. Athugendur tóku eftir því að flestar þyrilstjörnuþokur fjarlægðust jörðina, en þeir sem tóku eftir þessu gerður sér hvorki grein fyrir því að um var að ræða stjörnuþokur utan [[Vetrarbrautin|Vetrarbrautarinnar]] né hvað þetta þýddi fyrir heimsfræðina. Árið [[1927]] leiddi [[Georges Lemaître]] út [[Friedmann-Lemaître-Robertson-Walker jöfnurnar]] út frá [[Afstæðiskenningin|afstæðiskenningu Einsteins]] og lagði fram kenningu byggða á athugunum um undanhald stjörnuþoka, um að alheimurinn hefði hafist með „sprengingu frumatóms“, sem síðar var kölluð miklahvellskenningin.miklahvellsmarkús
 
Árið 1929 útvegaði Edwin Hubble fyrstu gögnin til stuðnings kenningu Lemaître. Hann komst að því að stjörnuþokuraðkúkurstjörnuþokur fjarlægðust jörðina úr öllum áttum á hraða sem var háður fjarlægð þeirra frá jörðinni. Þetta er þekkt sem lögmál Hubbel. Lögmál Hubble benti til þess að einsleitur og einsátta alheimur þendist út, en það passaði ekki við hugmyndir Einsteins um staðnaðan og óendanlegan alheim.
 
Þessi hugmynd um útþenslu alheimsins bauð upp á tvo gagnstæða möguleika. Annar var miklahvellskenning Lemaître, sem [[George Gamow]] var talsmaður fyrir. Hinn möguleikinn var sístöðukenning [[Fred Hoyle]] þar sem efni átti að myndast jafnóðum þegar stjörnuþokurnar fjarlægðust hvor aðra. Samkvæmt því módeli er alheimurinn nánast eins á hverjum [[tími|tímapunkti]].