„Júlíus Caesar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Æska og upphaf stjórnmálaferils ==
Gaius Júlíus Caesar var fæddur í [[Róm]] um [[100 f.Kr.]] Hann var af júlíönsku ættinni sem var ein tignasta og elsta patríseaættin í Róm til forna. Caesar var upphaflega auknefni manna af júlíönsku ættinni. Síðan hefur nafnbótin Caesar verið höfð um alla [[Rómarkeisari|Rómarkeisara]]. Faðir Caesars hét einnig Gaius Julius Caesar og var meðal annars landstjóri í skattlandinu Asiu. Móðir Caesars hét Aurelia Cotta. Föðursystir Caesars, Julia, var eiginkona [[Gaius Marius|Gaiusar Mariusar]] sem var einn valdamesti maður Rómar þegar Caesar var að vaxa úr grasi. Árið 85 f.kr. lést faðir Caesars og varð hann þá höfuð fjölskyldunnar. Stuttu síðar giftist Caesar Corneliu sem var dóttir [[Lucius Cornelius Cinna|Luciusar Corneliusar Cinna]], en hann var helsti stuðningsmaður Gaiusar Mariusar. Í æsku Caesars geisaði borgarastríð á milli Mariusar og [[Lucius Cornelius Sulla|Luciusar Corneliusar Sulla]]. Marius lést árið 86 f.Kr. en stuðningsmenn hans héldu völdum í Rómaborg til ársins 83 f.Kr., en þá hertók Sulla borgina og tók sér alræðisvald. Sulla hóf að taka fjölmarga stuðningsmenn Mariusar af lífi og senda aðra í útlegð. Tengsl Caesars við Marius settu hann í hættu og var honum skipað að skilja við Corneliu en Caesar neitaði og flúði borgina. Caesar gekk í herinn og hélt til [[Anatólía|Anatólíu]], en Rómverjar stóðu þá í landvinningum á því svæði.
 
Eftir að Sulla lést, árið 78 f.Kr., sneri Caesar aftur til Rómaborgar þar sem hann klifraði hinn hefðbundna metorðastiga ungra aðalsmanna í Róm (''cursus honorum''). Til að byrja með einbeitti hann sér að lagalegum málaflutningi, þar sem hann varð þekktur fyrir ræðusnilli. Árið 76 f.Kr. fæddist [[Julia (dóttir Caesars)|Julia]] dóttir Caesars og Corneliu en árið 69. f.Kr. lést Cornelia. Árið 68 f.Kr. var Caesar kosinn [[kvestor]]. Árið 63 f.Kr. tryggði hann sér embætti yfirmanns trúarleiðtoga í Róm, (''Pontifex maximus''), en því embætti hélt hann til dauðadags. Árið 62 f.Kr. var hann kosinn [[pretóri]] og ári seinna landsstjóri í Hispaniu Ulterior (núverandi suð-austurhluti [[Spánn|Spánar]]).
 
== Ræðismannsár og Þremenningasamband ==
Árið 60. f.Kr. var Caesar kjörinn [[ræðismaður]] fyrir árið 59 f.Kr. Á hverju ári voru kjörnir tveir ræðismenn og var samstarfsmaður Caesars maður að nafni Marcus Bibulus. Caesar og Bibulus náðu ekki vel saman enda var Bibulus hluti af íhaldssama hluta öldungaráðsins, ''optimates'', á meðan Caesar tilheyrði frjálslynda hlutanum, ''populares''. Ræðismannsár þeirra einkenndist af miklum deilum þeirra á milli um hin ýmsu mál, en ljóst er að Caesar var mun valdameiri og talað var um að árið 59 f. Kr. hafi verið ræðismannsár Júlíusar og Caesars en ekki Bibulusar og Caesars. Caesar fetaði í fórspor bræðranna [[Tiberius Sempronius Gracchus|Tiberiusar]] og [[Gaius Gracchus|Gaiusar Gracchusar]] og lét afhenda ríkisjarðir til fátækra og hermanna og lækka tollheimtu í [[Rómverskt skattland|skattlöndum]] um þriðjung.<ref>Durant, ''Rómaveldi'' bls. 204.</ref> Til að almenningur gæti fylgst með gerðum [[öldungaráð]]sins lét Caesar gefa út blöð sem voru fest á veggi borgarinnar.
 
Árið 59 f.Kr. myndaði Caesar [[Fyrra þremenningasambandið|þremenningasamband]] með [[Pompeius|Gnaeusi Pompeiusi]] og [[Marcus Licinius Crassus| Marcusi Liciniusi Crassusi]]. Markmiðið með bandalaginu var að ná fram öllum helstu baráttumálum þremenninganna með því nota auð, völd og vinsældir þeirra svo hægt væri að sniðganga verklagsreglur lýðveldisins og allar þær hindranir og tafir sem þær gátu haft í för með sér. Crassus var mesti auðjöfur í RómaborgRómaborgar og lagði hann fram hið pólitíska auðvald til að múta, og varen hann var mjög umdeildur maður vegna ríkidæmis síns. Caesar var í mikilli skuld við Crassus sem hafði að stórum hluta fjármagnað stjórnmálaferil Caesars. Pompeius var vinsælasti og sigursælasti hershöfðingi Rómaveldis á þessum tíma. Bandalagið var treyst með því að Pompeius giftist Juliu dóttur Caesars og Caesar giftist Calpurniu, dóttur eins helsta bandamanns Crassusar. Upphaflega var bandalagið leynilegt en stuðningur Pompeiusar og Crassusar við landúthlutanir Caesars opinberuðuopinberaði samstarf þeirra. Eftir þetta náðu þremenningarnir fram flestum sínum málum, oft með valdníðslu og mútum. Andstæðingar þrístjórnarinnar áttu á hættu að missa líf sitt. Caesar varð [[landsstjórilandstjóri]] í [[Gallía|Gallíu]] árið 58 f.Kr. að loknu ræðismannsári sínu. Árið 56 f.Kr. var þremenningasambandið endurnýjað og í kjölfarið tryggðu Pompeius og Crassus sér ræðismannsembættin árið 55 f.Kr. og þremenningarnirað því loknu sáu þremenningarnir til þess að Crassus fékk landstjórn yfir skattlandinu Sýrlandi og Pompeius yfir [[Spánn|Spáni]]. Einnig fékk Caesar fimm ára framlengingu á landstjórn sinni í Gallíu.
 
== Hernám Gallíu ==