„Einar Jónsson dannebrogsmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Guðmundur Einarsson var með ranga tilvísun
Lína 8:
Faðir Einars var [[Jón Brynjólfsson]] hreppstjóri í [[Tungusveit]] og bóndi í [[Miðdalsgröf]] og [[Heydalsá]] í [[Strandir|Strandasýslu]]. Móðir hans var [[Þuríður Ólafsdóttir]] systir Eggerts í [[Hergilsey]]. Þau áttu mörg börn og var systir Einars Valgerður langamma [[Guðbjörg Jónsdóttir|Guðbjargar Jónsdóttur]] í [[Broddanes|Broddanesi]] sem skrifaði [[Gamlar Glæður]] 1943.
 
Börn Einars voru [[Ásgeir Einarsson]], alþingismaður og bóndi á [[Kollafjarðarnes|Kollafjarðarnesi]], [[Magnús Einarsson á Hvilft]], bóndi að [[Hvilft]] í [[Önundarfjörður|Önundarfirði]], [[Guðmundur Einarsson]], bóndi á [[Kleifar|Kleifum]], [[Torfi Einarsson]], alþingismaður og bóndi á [[Kleifar|Kleifum]], [[Jón Einarsson]], bóndi og skipstjóri á [[Sveinseyri]] við [[Dýrafjörður|Dýrafjörð]] og [[Ragnheiður Einarsdóttir]] kona Sakaríasar bónda á [[Heydalsá]] og [[Kollafjarðarnes|Kollafjarðarnesi]] en móðir [[Guðlaug Sakaríasdóttir|Guðlaugar Sakaríasdóttur]] konu [[Torfi Bjarnason|Torfa Bjarnasonar]] í [[Ólafsdalur|Ólafsdal]]. Einar fékk lærðan mann til að kenna sonum sínum, en óþarfi þótti honum það, þegar Ragnheiður dóttir hans vildi líka fá að læra.
 
Með gjafabréfi 20. maí 1818 gaf Einar jörðina [[Gróustaðir|Gróustaði]] í [[Geiradalur|Geiradal]] [[Barðastrandasýsla|Barðastrandasýslu]] í til fátækra bænda sem urðu fyrir áföllum. Gjafabréfið hófst með orðunum „Efndanna er vant, þá heitið er gert“. Árið 1780 hafði hann, þá bláfátækur leiguliði á jörð sem hann varð að yfirgefa, gefið það heit að ef hann eignaðist tvær tilnefndar jarðir í Tungusveit, myndi hann gefa aðra þeirra til fátækra. Þetta heit efndi hann, þótt hann hafi ekki eignast þessar tilgreindu jarðir.