„Náttúruauðlind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
Fjarlægði viðbætur sem voru óþarfar og rugluðu kaflaskiptingunni í greininni (sjá Spjallþráðinn).
Lína 7:
 
Náttúruauðlindir eru gjarnan taldar vera sá framleiðsluþáttur sem er hvað mikilvægastur og stendur undir allri efnahagsstarfsemi, sem og öllu mannlegu samfélagi.<ref>Young og Dhanda, 2013.</ref> Þetta er áberandi í umræðunni um [[Sjálfbær þróun|sjálfbæra þróun]].
 
En hagkerfi getur ekki vaxið að eilífu frekar en önnur kerfi og ef [[náttúran]] er sett í samhengi við hagfræði þá mun vöxtur hennar ná hámarki á einhverjum tímapunkti, sem er ekki endilega slæmt. Mikilvægt er að koma jafnvægi á hagvöxtinn þar sem velferð [[samfélag|samfélagsins]] fæst ekki með því að stuðla að óendanlegum hagvexti. Með [[sjálfbær|sjálfbærni]] að leiðarljósi er hægt að tryggja heilbrigt [[vistkerfi]] og stuðla um leið að áframhaldandi hagsæld og félagslegri velferð.<ref>Costanza R. (2003). ''Early History of Ecological Economics and ISEE''. Internet Encyclopaedia of Ecological Economics.</ref>
 
== Flokkun náttúruauðlinda ==
Lína 34 ⟶ 32:
 
Þá geta náttúruauðlindir einnig haft gildi sem er óháð nýtingu þeirra. Á meðan talað er um „notagildi“ náttúruauðlinda (e. ''use values'') þar sem bein (eða óbein) nýting á í hlut, þá er einnig talað um gildi náttúruauðlinda sem er annars eðlis og frábrugðið notagildinu (e. ''nonuse values''). Náttúruauðlindir eru sagðar hafa gildi í sjálfum sér vegna sjálfstæðrar [[Tilvist|tilvistar]] þeirra. Þetta er svokallað „tilvistargildi“ (e. ''existence value'') og helstu dæmin um þetta eru hin margbreytilegu [[Vistkerfi|líf- og vistkerfi]] sem eftirsóknarvert þykir að varðveita. Þá er einnig reynt að vernda ákveðin [[Náttúrulegt umhverfi|náttúruleg umhverfi]] sem þykja sérstök. Reynt er að koma í veg fyrir að ákveðnar [[Dýrategund|dýrategundir]] [[Útdauði|deyi út]] o.s.frv. Þá eru einnig nýtingarmöguleikar í [[Framtíð|framtíðinni]] flokkaðir hér (e. ''option value''). Gildi þess fyrir framtíðarkynslóðir, að þær fái að njóta tiltekinnar náttúruauðlindar eftir ár og aldir, flokkast sem sérstök gildi náttúruauðlinda (e. ''bequest and gift value'').<ref name=":0">Field, 2008, 148-149 og 163.</ref>
 
Greinarmunurinn á nýtingu auðlinda er s.s.:</span>
* '''Use values  '''</span>
      bein nýting (''e. extractive'') telst t.d vöruframleiðsla, námagröftur og skógarhögg.
 
     óbein nýting (''e.nonextractive)'' t.d [[þjónusta]] og [[ferðamennska]] þar sem auðlindin er sýnd án þess að gengið sé á stofn hennar.
* '''Nonuse values'''
 
Flóknara er að leggja peningalegt mat á gildi þessa náttúruauðlinda vegna tilvistar þeirra:
 
framtíðarnotkun (''e. option value'')
 
varðveisla lífríkis (“''bequest value''”)
* '''Vistkerfisverndun '''''(e. ecosystem protection'')''' og líffræðilegur breytileiki '''(e. ''biological diversity'').
 
Þá eru til náttúruauðlindir sem eru á mörkum bæði use og nonuse values eins og vistkerfisverndun sem er t.d vernd sem votlendi veitir gegn flóðum og biological diversity sem er td náttúra utan við [[skógur|skóg]] og þar um kring.
 
Það hafa heyrst sjónarmið um að náttúruauðlindir muni klárast og um leið grafa undan hagvexti. Hagfræðingar telja þó almennt að þær klárist ekki því verðbreytingar hafa áhrif á fólk, það breytir neyslu sinni og hegðun og tækniframfarir verða til þess að hægt er að skipta út hráefni fyrir önnur form af fjármagni.
 
Hins vegar getur mikill ágangur á auðlindirnar takmarkað nýtingarmöguleika til framtíðar. Með tilliti til sjálfbærrar þróunar þarf að finna ákjósanlega nýtingu, sem um leið myndi hámarka félagslegan ábata. Yfirleitt eru tvær megin útskýringar? fyrir því að ekki næst að hámarka ábatann í markaðshagkerfi:
*  Eitthvað sem kemur í veg fyrir að markaðir virki rétt, [[Markaðsbrestur|markaðsbrestir]]
 
*  Vanhugsuð opinber stefna
Finna þarf ákjósanlega nýtingu sem myndi hámarka félagslegan ábata, bera hana saman við raunverulega nýtingu og ef fram kemur mismunur þá þarf að leita leiða til að minnka þennan mun og finna ástæður þess að nýtingin sé ekki ákjósanleg.<ref>Field, C. Barry. (2008). ''Natural resource economics-An introduction.''(2. Útgáfa). Illinois: Waveland Press, Inc.</ref>
 
Á meðan það er auðvelt að [[Verð|verðleggja]] notagildi náttúruauðlinda (beina og beina nýtingu) með [[Markaður|markaðsaðferðum]] í [[Hagkerfi|hagkerfum]] þar sem [[Markaðsbúskapur|markaðsbúskapur]] er við lýði, er tiltölulega erfitt að leggja peningalegt mat á og [[Markaðssetning|markaðssetja]], tilvistargildi þeirra og notagildi fyrir framtíðarkynslóðir. Notagildi eru reglulega metinn til fjár á markaði, en það er sjaldgæft að slíkt hið sama sé gert um annarskonar gildi (e. ''nonuse values'') eins og hér hefur verið greint frá.<ref>Field, 2008, bls. 148-149.</ref>
 
==== Verðmat náttúruauðlinda ====
Náttúruauðlindir margar hverjar eru flokkaðar sem gersemar og hafa þar af leiðandi tilfinningalegt gildi. En þegar kemur að efnahagslegri greiningu eru þær ein tegund auðs og þess vegna mikilvægt að meta gildi þeirra í því ljósi. Þeir þættir sem hafa áhrif á verðmatið eru til dæmis þekking fólks á gildi [[Náttúra|náttúrunnar]], tæknistig samfélagsins og verðmætamat, neyslumunstur, þarfir og smekkur og umgjörð efnahagslífsins.   
 
Það má velta því fyrir sér hvort það sé siðlaust að verðmeta náttúruauðlindir og [[gagnrýni]] á það hefur meðal annars birst í því að verið sé að vanmeta verðmæti náttúrunnar. En náttúran hefur gildi og það þarf að finna leiðir til að verðmeta auðlindir hennar svo í framhaldinu sé hægt að ræða hvort það mat sé rétt eða rangt, of hátt eða of lágt. Að minnsta kosti þurfa náttúruauðlindir í samhengi efnahagslífsins að hafa einhvers konar verðmið eða verðmat.
 
== Rýrnun náttúruauðlinda ==