„Leicester“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 84:
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1862]]) [[Joseph Merrick]], fílamaðurinn
* ([[1941]]) [[Jon Lord]], hljómborðsleikari í [[Deep Purple]]
* (1941) [[Graham Chapman]], leikari og meðlimur í [[Monty Python]]-hópnum
* ([[1949]]) [[Peter Shilton]], landsliðsmarkmaður í knattspyrnu
* (1949) [[John Illslay]], bassaleikari í [[Dire Straits]]
* ([[1960]]) [[Gary Lineker]], knattspyrnumaður
* ([[1971]]) [[Richard Armitage]], leikari
* ([[1978]]) [[Emile Heskey]], knattspyrnumaður
 
Bræðurnir [[Richard Attenborough|Richard]] og [[David Attenborough]] fæddust á London-svæðinu, en ólust upp í Leicester.
Lína 97:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Leicester Cathedral panorama.jpg|thumb|Dómkirkjan í Leicester]]
* [[Dómkirkjan í Leicester]] tilheyrir anglísku kirkjunni. Hún var upphaflega reist á [[11. öldin|11. öld]] af [[Normannar|normönnum]], en hefur margoft verið breytt og viðbætt. Til dæmis er turninn miklu yngri en salurinn. [[1927]] var kirkjan gerð að dómkirkju er biskupssetur var stofnað í borginni og er hún þá fjórða minnsta anglíska dómkirkjan í Englandi. Tilkynnt hefur verið að líkamsleifar Ríkharðs III Englandskonungs, sem fundust [[2012]] undir Greyfriars kirkjunni, verði lagðar til hvíldar í dómkirkjunni. Í kór kirkjunnar er minningarsteinn um Ríkharð.
* [[Leicester Guildhall]] er miðaldahús, en elstu hlutar þess eru frá [[1390]]. Það var áður fyrr samkomuhús fyrir gildin, en síðan ráðhús Leicester fram til [[1876]], er nýtt ráðhús var tekið í notkun. Í dag er húsið notað fyrir ýmsa viðburði, þar á meðal leiksýningar, veislur. Því hefur verið haldið fram að William Shakespeare hafi komið í húsið og hafi þar fengið nasasjón af þjóðsagnakonunginum Leir, sem veitti honum hugmyndina um leikritið Ljár konungur.
* [[Kastalinn í Leicester]] er að hluta til orðin rústir einar. Hann var reistur á 11. öld (trúlega í kringum [[1070]]), þ.e. skömmu eftir landtöku normanna [[1066]]. Nokkrir konungar dvöldu í kastalanum, t.d. [[Játvarður 1.|Játvarður I]] og [[Játvarður 2.|Játvarður II]]. Eftir það var kastalinn notaður sem dómshús, en einnig sem þingstaður Englandsþings [[1426]]. Í áhlaupi konungshersins á borgina [[1645]] var kastalinn eyðilagður að mestu leyti. Í dag eru þar þó enn Maríukirkjan frá [[12. öldin|12. öld]], Hallarsalurinn (Great Hall) frá [[1150]] og kastalarústirnar sjálfar.
* [[King Power-leikvangurinn]] er knattspyrnuvöllur og heimavöllur Leicester City. Völlurinn tekur 32 þús manns í sæti og þar hafa farið fram nokkrir landsleikir.
* [[National Space Centre Leicester|National Space Centre]] er safnahús helgað geimvísindum í borginni Leicester. Húsið er turnlaga og er 42 metra hátt (kallast Rocket Tower á ensku). Safnið er samvinnuverkefni háskólans í Leicester og borgaryfirvalda. Það var vígt [[30. júní]] [[2001]]. Auk ýmissa sýninga er í safninu geimsýning (Planetarium) og eina eintak Sojuz-geimfars í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]].
Safnið er opið skólabörnum. Þar fara einnig fram sérviðburðir, s.s. [[Star Wars|Stjörnustríðshelgi]], sýning um [[Doctor Who]], sýningar um vísindaskáldskap og margt annað.