Munur á milli breytinga „Ríkisþinghúsið í Berlín“

m
ekkert breytingarágrip
(Bætti við mynd um þinghúsbrunan.)
m
=== Þinghús til 1913 ===
Ríkisþinghúsið hýsti þing keisaraveldisins allt til loka [[heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjaldarinnar fyrri]] árið [[1918]]. Þegar séð var að stríðið var tapað, fór [[nóvemberbyltingin]] í gang. Þingmenn réðu ráðum sínum. [[9. nóvember]] tilkynnti ríkiskanslarinn [[Max von Baden]] að [[keisari]]nn, [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari|Vilhjálmur II]], hafi sagt af sér, um leið og hann sagði sjálfur af sér og veitti [[Friedrich Ebert]] ríkisvöldin. Stundu seinna var tilkynnt til fólksins, sem safnast hafði saman utan við Ríkisþinghúsið, um stofnun [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]]. Þótt Ríkisþinghúsið hafi verið notað sem þinghús lýðveldisins, hélt það engu að síður fyrra nafni.
[[File:Reichstagsbrand.jpg|thumb|150px125px|left|Ríkisþinghúsið í ljósum logum [[27. febrúar]] [[1933]]]]
 
=== Bruninn og stríðið ===
[[File:Reichstagsbrand.jpg|thumb|150px|Ríkisþinghúsið í ljósum logum [[27. febrúar]] [[1933]]]]
Þann [[27. febrúar]] árið [[1933]], stuttu eftir að [[Adolf Hitler]] hafði verið skipaður [[Kanslari Þýskalands|kanslari]] þann [[30. janúar]], var kveikt í Ríkisþinghúsinu. Það brann lengi og varð fyrir miklum skemmdum. Ekki er vitað nákvæmlega hver eða hverjir voru þar að verki, en nokkrir voru handteknir í kjölfarið og einn tekinn af lífi; [[Holland|hollenskur]] [[Kommúnismi|kommúnisti]] að nafninu [[Marinus van der Lubbe]]. Þó það sé ekki vitað fyrir víst, er gjarnan talað að hann hafi staðið einn af verki. Víst er þó að Hitler og [[Nasistaflokkurinn|Nasistarnir]] notuðu tilefnið til þess að ofsækja pólitíska andstæðinga sína, og settu þeir neyðarlög, sem kennd eru við þinghúsbrunann, er felldu mannréttindarákvæði stjórnarskrár Weimar-Lýðveldisins úr gildi. Þúsundir kommúnista og [[Sósíaldemókratar|sósíaldemókrata]] voru handteknir í kjölfarið, þeirra á meðal þingmenn sem sátu á þingi. Þetta var þýðingarmikið skref í atburðarás [[Valdataka Nasista í Þýskalandi|valdatöku Nasista]], og í átt að stofnun [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]]. Vegna þess að margir andstæðingar þeirra á þinginu höfðu verið handteknir, tókst Nasistum að fá þingið til að samþykkja sérstakt ákvæði þann [[24. mars]], um að veita Hitler [[Einræði|alræðisvald]]. Þar með var formlega búið að binda endi á Weimar-lýðveldið, og stjórnarskrá þess endanlega numin úr gildi.<ref>Kershaw, 1999, bls. 456–458 og 732; Rees, 2005, bls. 46.</ref>
 
413

breytingar