„Alexander mikli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
Á uppvaxtarárum Alexanders var hann uppalinn af fóstrunni Laníku, systur [[Kleitos svarti|Kleitosar svarta]] sem varð síðar herforingi Alexanders. Síðar var Alexander kennt af hinum stranga [[Leonídas af Epíros|Leonídasi]], ættingja móður hans og af herforingja Filipposar, [[Lýsimakkos]]i.<ref name=M33-34-R>Renault (2001), 33–34</ref>
 
Þegar Alexander var tíuníu ára keypti kaupmaður frá [[Þessalía|Þessalíu]] hest fyrir Filippos, sem hann bauðst til að selja fyrir þrettán [[Grísk talenta|talentur]]. Engum tókst að temja hestinn svo Filippos skipaði að fjarlægja hestinn. Alexander hins vegar, sem sá að hesturinn hræddist skugga sinn, bað um að temja hestinn, sem honum tókst að lokum.<ref name="Roisman 2010 188">Roisman, Worthington (2010), 188</ref> [[Plútarkos]] sagði að Filippos, sem var hæstánægður með hugrekki og metnað sonar síns, kyssti hann með tár í auganum og sagði: „Drengur minn, þú verður að finna ríkidæmi sem er nægilega stórt fyrir metnað þinn. Makedónía er of smá fyrir þig“ og keypti hestinn fyrir hann.<ref name=PA6>Plutarch (1919), III, 2 [http://www.perseus.tufts.edu/hopper/text?doc=Perseus%3Atext%3A1999.01.0243%3Achapter%3D6%3Asection%3D5 Skoða síðu]</ref> Alexander nefndi hestinn [[Búkefalos]], sem merkir „uxa-höfuð“. Búkefalos bar Alexander að [[Pakistan]]. Þegar dýrið dó (vegna hás aldurs, samkvæmt Plútarkosi, 30 ára gamall), nefndi Alexander borg eftir honum [[Alexandría Búkefalús|Búkefala]].<ref name=durant538>Durant (1966), 538</ref><ref name=R64-F>Fox (1980), p. 64</ref><ref>Renault (2001), 39</ref> Heimildum fer ekki saman um hvar hann sé grafinn. Í ævisögu Alexanders eftir Plútarkos og ''[[Anabasis Alexandri]]'' eftir Arríanos er sagt að Búkefalos hafi dáið eftir orrustuna við Hydaspes 326 f.Kr., þar sem nú er Pakistan og sé grafinn í [[Jalalpur Sharif]] rétt utan við borgina Jhelum í Pakistan. Aðrar heimildir gefa upp að Búkefalos sé grafinn í Phalia, borg í Mandi Bauhaddin héraðinu í Pakistan sem er nefnd eftir honum.
 
=== Unglingsár og menntun ===