„Lýðstjórnarlýðveldið Kongó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
AlphamaBot (spjall | framlög)
m General Fixes using AWB
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
|símakóði = 243
|VLF = 55|VLF_ár = 2014|VLF_á_mann = 694|VLF_sæti = 92|VLF_á_mann_sæti = 185}}
'''Austur-Kongó''' ('''République Démocratique du Congo''', þýtt sem '''Lýðræðislega Lýðveldið Kongó''') er land í [[Mið-Afríka|Mið-Afríku]] og þriðja stærsta land [[Afríka|álfunnar]]. Það hefur áður heitið '''Belgíska Kongó''', '''Kongó-Kinsasa''' og '''Saír''' (til [[1997]]). Það á landamæri að [[Vestur-Kongó]] í vestri, [[Mið-Afríkulýðveldið|Mið-Afríkulýðveldinu]] og [[Súdan]] í norðri, [[Úganda]], [[Rúanda]], [[Búrúndí]] og [[Tansanía|Tansaníu]] í austri, og [[Sambía|Sambíu]] og [[Angóla]] í suðri. Aðgangur að sjó er um 40 km breiða ræmu við [[Gíneuflói|Gíneuflóa]].
 
Elstu mannvistarleifar í Kongó eru um 80.000 ára gamlar. Þar risu ríki eins og [[Lundaríkið]], [[Lubaveldið]] og [[Konungsríkið Kongó]] við ósa [[Kongófljót]]s. Fyrsti Vesturlandabúinn sem kannaði vatnasvið Kongófljóts var [[Henry Morton Stanley]] sem síðar aðstoðaði [[Leópold 2. Belgíukonungur|Leópold 2.]] konung [[Belgía|Belgíu]] við að gera landið að einkanýlendu sinni sem hann kallaði [[Fríríkið Kongó]]. Leópold kom á [[gúmmítré|gúmmíplantekrum]] og stýrði nýlendunni af mikilli grimmd sem hneykslaði alþjóðasamfélagið. Að lokum féllst [[Ríkisstjórn Belgíu|Belgíustjórn]] á að taka stjórn nýlendunnar yfir vegna þrýstings frá öðrum Evrópuríkjum. Austur-Kongó fékk sjálfstæði árið [[1960]] og fyrsti forseti landsins var [[Patrice Lumumba]]. Árið [[1965]] leiddi [[Joseph Mobutu]] leiddi herforingjabyltingu gegn honum. Árið 1971 breytti hann nafni landsins í Saír. Mobutu var einræðisherra og nýtti aðstöðu sína til að hagnast persónulega á auðlindum landsins. Í kjölfar [[borgarastyrjöldin í Rúanda|borgarastyrjaldarinnar í Rúanda]] braust [[Fyrsta styrjöldin í Kongó|borgarastyrjöld]] út í austurhluta landsins sem lyktaði með því að Mobutu flúði land og nafni landsins var aftur breytt. [[Önnur styrjöldin í Kongó]] hófst árið 1998 og stóð til 2003. Eftir að stríðinu lauk hafa reglulega blossað upp staðbundin átök í landinu. [[Kynferðisofbeldi]] er útbreitt, og [[sjúkdómsfaraldur|sjúkdómar]] og [[hungursneyð]]ir herja á íbúana.