„Albrecht Dürer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: ca:Albrecht Dürer er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
m Skipti út Duerer01.jpg fyrir Dürer_-_Selbstbildnis_im_Pelzrock_-_Alte_Pinakothek.jpg.
Lína 1:
[[Mynd:Duerer01Dürer_-_Selbstbildnis_im_Pelzrock_-_Alte_Pinakothek.jpg|thumb|right|Sjálfsmynd frá [[1500]].]]
'''Albrecht Dürer''' ([[21. maí]] [[1471]] – [[6. apríl]] [[1528]]) var [[Þýskaland|þýskur]] listmálari, [[stærðfræði]]ngur og gríðarlega afkastamikill myndskeri. Hann fæddist og dó í [[Nürnberg]]. Prentmyndir hans koma oft fyrir sem myndraðir. Hann lærði [[gullsmíði]] af föður sínum en reyndist svo drátthagur að hann var tekinn í læri hjá málaranum og prentmyndasmiðnum [[Michael Wolgemut]] fimmtán ára gamall. Eftir að námssamningi hans lauk gerðist hann förusveinn í eitt ár, líkt og tíðkaðist hjá þýskum [[iðnnám|iðnnemum]], og ferðaðist um Þýskaland og til [[Sviss]] og [[Holland]]s. [[1494]] hélt hann í stutta ferð til [[Feneyjar|Feneyja]] á [[Ítalía|Ítalíu]] þar sem verk meistara [[Endurreisnin|Endurreisnarinnar]] höfðu mikil áhrif á hann. Hann opnaði eigið verkstæði þegar hann sneri aftur til Nürnberg.