„Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ice-72 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
 
Eftir farið var í rannsókn á [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011|efnahagshruninu haustið 2008]] var eitt af aðalgagnrýninni sem beindist að stjórnsýslunni fjöldi ráðuneyta og aðskilnaður þeirra sem veikti eftirlit ríkisins með þróun mála. [[Ríkisstjórnir Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009-2013|Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur]] fór í að sameina marga málaflokka undir einu ráðuneyti og var fjármálaráðuneytinu formlega breytt í fjármála- og efnahagsráðuneytið þann [[1. september]] [[2012]]. [[Oddný G. Harðardóttir]] var skipuð fjármálaráðherra þann [[31. desember]] [[2011]], og síðar fjármála- og efnahagsráðherra, og var fyrsta konan til að gegna embættinu í sögu lýðveldisins.
 
== Skipulag ==
Ráðherra skiptir verkefnum ráðuneytisins í fimm skrifstofur og stýrir ráðuneytisstjóri því undir yfirstjórn hans en auk þess hefur hann allt að tvo aðstoðarmenn. Skrifstofur ráðuneytisins starfa undir umsjón skrifstofustjórna og skiptast í tvö svið: lögfræðisvið og rekstrarsvið. Lögfræðisvið skrifstofanna eru þeim til lögfræðilegrar aðstoðar og ráðgjafar um ábyrgðarmál þeirra. Lögfræðisvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins annar samskipti við skrifstofur Alþingis, [[Ríkisendurskoðun]], [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmaður Alþingis]] og fleiri opinberar stofnanir. Það sér einnig um þau mál er varða lagalega framkvæmd alþjóðlegra samninga eins og [[Evrópska efnahagssvæðið|EES-samningsins]] er varða ráðuneytið.<ref>[http://www.fjarmalaraduneyti.is/raduneytid/skipulag/svid_og_skrifstofur/nr/12533 Lögfræðisvið], Skoðað 6. janúar 2015.</ref> Rekstrarsvið annast rekstur og fjármál ráðuneytisins, eftirlit innan ráðuneytisins auk stofnanna þess og fjárlagagerð. Rekstrarsvið miðlar einnig upplýsingum úr ráðuneytinu til fjölmiðla og almennings.<ref>[http://www.fjarmalaraduneyti.is/raduneytid/skipulag/svid_og_skrifstofur/nr/12534 Rekstrarsvið], Skoðað 6. janúar 2015.</ref>
 
Skrifstofur ráðuneytisins eru eftirfarandi:
* Skrifstofa yfirstjórnar
* Skrifstofa efnahagsmála og fjármálamarkaðar - skrifstofan hefur umsjón með undirbúningi á og framkvæmd efnahagsstefnu ríkisstjórnar, mótar löggjöf um fjármálaþjónustu og kynningu efnahags- og fjármálamarkaðsmálum innanlands og erlendis. Skrifstofan annast einnig lagaumgjörð og eftirlit með fjármálamarkaði, samskipti við alþjóðleg matsfyrirtæki og ýmsar stofnanir á sviði efnahagsmála. Málefni Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins er varða ráðuneytið heyra einnig undir skrifstofuna. Auk þess annast skrifstofan peningamál, gjaldeyrismál og þau mál er lúta að fjármálastöðugleika.<ref>[http://www.fjarmalaraduneyti.is/raduneytid/skipulag/svid_og_skrifstofur/nr/15774 Skrifstofa efnahagsmála og fjármálamarkaðar], Skoðað 6. janúar 2015.</ref>
* Skrifstofa opinberra fjármála
* Skrifstofa skattamála
* Skrifstofa stjórnunar og umbóta
 
== Málaflokkar ==