„Heiðni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bahauksson (spjall | framlög)
Bahauksson (spjall | framlög)
Lína 16:
Í sögu Jóns biskups helga segir frá því að hann reyndi að banna blót á 12. öld, og daga tengda heiðnum mönnum og guðum. Um 1200 segir frá því í Jómsvíkingadrápu að algengur siður sé að sitja undir fossum til að leita æðri visku.
 
Árið 1844 fannst á Vestfjörðum mannslíkan af [[Freyr_(norræn_goðafræði)|Frey]], en það var fúið og óvíst hvenær það var búið til og ekki hægt að fullyrða að það hafi verið notað til að dýrka goðið. Svipuð skurðgoð fundust á síðari öldum í afskekktum héröðum í Noregi, s.s. Þelamörk og Setesdal fram til miðbiks 19. aldar.
 
Gjafir voru bornar að steinum á Íslandi fram til aldamótanna 1900. Enn þann dag í dag trúir margt fólk á álfasteina og álfahóla.
 
Í könnunum meðal nútíma Íslendinga kemur fram að margir eru að einhverju leyti vættatrúar. Um 5% hafa séð [[Álfur|álfa]] eða [[huldufólk]] og um 16% hafa séð [[Fylgja|fylgjur]]. Um 38% hafa orðið varir við návist látins manns, þar af um 5% látinn maka sinn. Um 62% Íslendinga telja mögulegt að álfar og huldufólk sé til, en um 13% telja það óhugsandi. Á hinn bóginn eru einungis um 2500 manns skráðir í [[Ásatrúarfélagið|Ásatrúarfélagið]] sem er lágt hlutfall af þjóðinni.
 
== Ásatrú ==