„Framsóknarflokkurinn“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
(Tek aftur breytingu 1475467 frá 157.157.10.19 (spjall))
Ekkert breytingarágrip
 
Á flokksþingi flokksins, 9. apríl 2011, var samþykkt ályktun, með talsverðum meirihluta, að "Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti".<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110518090143/www.framsokn.is/files/Alyktanir_2011.pdf]</br>Sjá: [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110518090143/www.framsokn.is/files/Alyktanir_2011.pdf ályktanir flokksþingsins í heild sinni] (pdf)</ref>
 
Í kjölfar forystuskiptanna og síðustu ár hefur Framsóknarflokkurinn hallast í auknum mæli í átt til þjóðernishyggju og pópúlisma að mati stjórnmálafræðinga <ref>[http://www.visir.is/framsokn-prufukeyrir-andud-a-innflytjendum/article/2014140529228]Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum</ref><ref>[http://www.visir.is/eirikur-svarar-framsoknarmonnum-fullum-halsi/article/2011111108844]Eiríkur svarar framsóknarmönnum fullum hálsi</ref>. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður flokksins, hefur gagnrýnt þróunaraðstoð Íslendinga <ref>[https://www.dv.is/frettir/2013/3/21/vigdis-vill-ekki-throunaradstod/]Vigdís vill ekki þróunaraðstoð</ref> og lýst þeirri skoðun sinni að sumir flóttamenn sem leita hælis á Íslandi eigi að bera sérstök ökklabönd<ref>[https://www.dv.is/frettir/2013/2/15/vigdis-vill-ad-sumir-flottamenn-beri-okklabond/]Vigdís vill að sumir flóttamenn beri ökklabönd</ref>. Oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík árið 2014, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lýsti yfir að hún vildi afturkalla lóðaúthlutun til félags múslima á Íslandi <ref>[http://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014140529463]Vill afturkalla lóð til félags múslima</ref>. Einn frambjóðenda flokksins, Hreiðar Eiríksson, dró í kjölfarið stuðning sinn við framboðið til baka<ref>[http://www.ruv.is/frett/segir-sig-fra-lista-framsoknar-i-reykjavik]Segir sig frá lista Framsóknar í Reykjavík</ref>. Forysta flokksins hefur ekki enn tjáð sig um stefnu framboðslistans þrátt fyrir að hún gangi þvert gegn grundvallarstefnuskrá flokksins <ref>[http://www.framsokn.is/stefnan/]Grundvallarstefna Framsóknarflokksins</ref> og hafa margir túlkað það sem frekari breytingar á áherslum flokksins <ref>[http://www.visir.is/enn-thegir-sigmundur-david/article/2014140528905]Enn þegir Sigmundur Davíð</ref>.
 
== Núverandi staða Framsóknarflokksins ==
Óskráður notandi