„Múhameð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VXR8 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
VXR8 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
 
Þegar fylgjendum Múhameðs fjölgaði fóru ættbálkaleiðtogarnir í Mekka að óttast að hann gæti ógnað stjórn þeirra yfir [[Mekka]]. Bæði kona Múhameðs og frændi dóu árið [[619]] en eftir dauða frændans naut hann ekki lengur verndar Hashim ættbálksins. Þá neyddist hann til að senda hluta þeirra í skjól til Axum ríkis sem er í dag á sama landsvæði og Eþíópía en sjálfur náði hann að leita skjóls innan ættar sinnar. Það kom að öll ættin hans var bannfærð.<ref name="Trúarbrögð mannkyns">{{bókaheimild|höfundur=Sigurbjörn Einarsson|titill=Trúarbrögð mannkyns|ár=1994|útgefandi=Skálholt|ISBN=9979826290}}</ref>
 
Múhameð taldi boðskap sinn samhljóða trú Gyðinga en með því var hann að reyna að kaupa sér vinskap þeirra. Hann bauð kristnum og Gyðingum að halda trú sinni ef þeir borguðu ákveðinn skatt, en það endaði með því að hann gerði allar eignir þeirra upptækar. En heiðingja vildi hann kúga til trúar.<ref name="Trúarbrögð mannkyns">{{bókaheimild|höfundur=Sigurbjörn Einarsson|titill=Trúarbrögð mannkyns|ár=1994|útgefandi=Skálholt|ISBN=9979826290}}</ref>
 
Þjóðernisvitund Múhammeðs fer að aukast og hann býr til útvalningarsögu fyrir þjóð sína. Hann segir: „Hið helga stríð, dsjihad, sé hin fremsta skylda við Allah“. Hann sagði að trúin hafi brenglast hjá „ritþjóðunum“ og að það væri köllun hans að leiðrétta það. Hann fór að gera jafnmikið úr sérstöðu sinni gagnvart Gyðingum og hann gerði úr hvað þeir voru líkir áður. Hann lýsti því yfir að íslam væri nýr átrúnaður og um leið þjóðleg arabísk trúarbrögð með því að nú áttu menn að snúa sér til Mekku þegar þeir bæðust fyrir en áður snéru þeir til Jerúsalem. Einnig var tíma föstunnar breytt, áður átti að fasta á friðþægingardegi Gyðinga en nú átti að fasta í mánuðinum ramadan, en í þeim mánuði sagði Múhammeð að Kóraninn hafi verið opinberaður.<ref name="Trúarbrögð mannkyns">{{bókaheimild|höfundur=Sigurbjörn Einarsson|titill=Trúarbrögð mannkyns|ár=1994|útgefandi=Skálholt|ISBN=9979826290}}</ref>
 
== Flóttinn frá Mekka ==