Munur á milli breytinga „Húmanismi“

322 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 66 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q46158)
'''Húmanismi''' er afstaða í [[nám]]i, [[heimspeki]] eða heimsmynd þar sem höfuðáhersla er lögð á [[maður|manninn]]. Hugtakið húmanismi er torrætt og hefur verið notað í margvíslegum skilningi, það er þó algengast að það sé notað í eftirfarandi skilningi: (1) fornmenntastefnu tengda [[Ítalska endurreisnin|Ítölsku endurreisninni]] (sjá [[Húmanismi endurreisnarinnar]]), sem lagði áherslu á grískar og rómverskar bókmenntir, mælskulist og heimspeki sem góða uppeldis- og kennslustefnu (sjá [[Humanitas]]). Þessi skilningur á húmanisma er ekki í mótstöðu við [[skipulögð trúarbrögð]]. Ennfremur er í nútímalegum skilningi átt við menningartengda sögulega starfsemi í víðari skilningi (en einvörðungu gríska og rómverska menningu) með húmanisma. Í öðrum skilningi (2) er átt við [[veraldleiki|veraldlega]] hugmyndafræði í anda [[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]] sem leggur áherslu á [[skynsemi]], [[siðfræði]] og [[réttlæti]] og hafnar [[yfirnáttúruleiki|yfirnáttúrulegu]] eða trúarlegu [[dogma]] sem grunninn að góðu [[siðferði]]. Þessi seinni skilningur hefur leitt af sér því sem kalla má [[veraldlegur húmanismi|veraldlegan húmanisma]].<ref>[http://www.americanhumanist.org/who_we_are/about_humanism/What_is_Humanism What Is Humanism? eftir Fred Edwords]</ref> Þennan veraldlega skilning má rekja til [[frumgyðistrú]]ar og hreyfingun mótsnúnum [[kirkjan|kirkjunni]] í kjölfar Upplýsingarinnar og ýmsar hreyfingar á 19. öld s.s. [[pósitívismi|pósitívisma]] sem byggðu á [[vísindi|vísindum]].
 
== Tengt efni ==
* [[Siðmennt|Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi]]
 
== Tilvísanir ==
 
== Tenglar ==
* [http://www.iheu.org Alþjóðasamtök siðrænna húmanista - IHEU]
* [http://www.human.no Human-Etisk Forbund - stærsta veraldlega lífsskoðunarfélagið miðað við höfðatölu]
* [http://www.americanhumanist.org/ Samtök Húmanista í Bandaríkjunum]
* [http://sidmennt.is/2008/05/21/hvad-er-humanismi-upphaf-hans/ Hvað er húmanismi? Upphaf hans], grein eftir Gísla Gunnarsson, prófessor í sagnfræði
 
[[Flokkur:Heimspeki]]
[[Flokkur:Trúarbrögð]]
[[Flokkur:Trúleysi]]
309

breytingar