„Richard Nixon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Helenabif (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Helenabif (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
 
== Þingmaður==
Árið 1946, eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, var Nixon beðinn um að bjóða sig fram til þings fyrir repúblikana í Whittier. Nixon játti og þann 6. nóvember 1946 sigraði hann þingmann [[demókrataflokkurinn|demókrata]], Jerry Voorhis, með yfir fimmtán þúsund atkvæðum. Nixon flutti, ásamt eiginkonu sinni og ungri dóttur, til [[Washington (borg)|Washington]], þar sem hann sat í mennta- og verkalýðsmála- nefnd [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings|fulltrúadeildar Bandaríkjaþings]]. Þá studdi hann m.a. setningu laga um verkföll og sáttaaðgerðir í vinnudeilum -e. Taft-Harley lögin- sem takmörkuðu stórlega völd stéttarfélaga. Nixon sat einnig í Herter nefndinni, sem ferðaðist til Evrópu í þeim tilgangi að undirbúa frumskýrslu fyrir [[Marshalláætlunin|Marshallaðstoðina]]. Árið 1948 tók Nixon forystuna, sem meðlimur óamerísku nefndarinnar (HUAC), í rannsókn vegna ákæru á hendur fyrrum embættismanns utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Alger Hiss, vegna meintra njósna fyrir Sovétríkin í fyrri heimsstyrjöldinni. Vegna málsins varð Nixon umdeildur þar sem margir þjóðþekktir Bandaríkjamenn trúðu á sakleysi Hiss. Áratugum síðar vörpuðu þó upplýsingar, bæði frá stjórn Bandaríkjanna og Rússlandi, ljósi á sekt Hiss. Nixon náði endurkjöri árið 1948.<ref>{{vefheimild|titill=Biography of Richard Milhous Nixon|url=http://www.nixonlibrary.gov/thelife/nixonbio.pdf|publisher=Richard Nixon Presidential Library and Museum|mánuðurskoðað=14. nóvember|árskoðað=2014}}</ref>
 
== Öldungadeildarþingmaður==
Árið 1950 sigraði Nixon þingmann demókrata, Helen Gahagan Douglas, í kosningum um sæti [[Kalifornía|Kaliforníu]] í [[öldungadeild Bandaríkjaþings]], með yfir hálfri milljón atkvæða. Baráttan um sætið var hörð og gagnrýndi Nixon Douglas fyrir að vera of vinstri sinnuð. Þá sagði hann Douglas vera bleika alveg inn að beini, eða eins og hann orðaði það: „pink right down to her underwear“. Douglas brást við með því að gefa Nixon viðurnefnið „Tricky Dick“.
Sem öldungadeildarþingmaður gagnrýndi Nixon m.a. forseta Bandaríkjanna, [[Harry S. Truman]], fyrir það hvernig hann tókst á við [[Kóreustríðið]] og hélt varnarræður yfir þjóðinni um þá ógn sem stafaði af kommúnismanum.<ref>{{vefheimild|titill=Biography of Richard Milhous Nixon|url=http://www.nixonlibrary.gov/thelife/nixonbio.pdf|publisher=Richard Nixon Presidential Library and Museum|mánuðurskoðað=14. nóvember|árskoðað=2014}}</ref>