„Nítíða saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q13653637
Lína 13:
Aðrar riddarasögur sem fjalla um meykónga eru allar taldar frumsamdar á Íslandi eftir að Clári saga var þýdd snemma á 14. öld. Þær sem taldar eru í þennan flokk eru [[Dínus saga drambláta]], Nítíða saga, [[Sigurðar saga þögla]], [[Sigurgarðs saga frækna]] og [[Viktors saga og Blávus]]. Þær eiga margt sameiginlegt. Meykóngurinn er alltaf falleg kona og miklum mannkostum búin en mjög treg til að ganga í hjónaband. Hún er venjulega grimmlynd og ágjörn og hefur yndi af því að leika á vonbiðla sína. Að lokum sigrast hetjan þó alltaf á henni og þau giftast hamingjusamlega. Áður þurfa þó hetjan og meykóngurinn að þola miklar raunir hvort af annars hálfu. Meykóngasögurnar eru mjög í ætt við aðrar frumsamdar riddarasögur að stíl, sögusviði og byggingu.
 
.
==Söguþráður==
 
Meykóngurinn Nítíða hin fræga tekur við ríki í Frakklandi eftir föður sinn. Hún er bæði vitur og fögur og er hvoru tveggja lýst í mörgum orðum. Sagan hefst á því að Nítíða vitjar fóstru sinnar, Egidíu drottningar, og fær son hennar Hléskjöld til liðs við sig. Nítíða siglir síðan til eyjarinnar Visio sem liggur út undan [[Svíþjóð hin kalda|Svíþjóð hinni köldu]]. Þar stelur hún náttúrusteinum og fleiri dýrgripum af Virgilíusi jarli. Jarlinn veitir þeim eftirför en Nítíða hylur skip sitt með einum náttúrusteininum og sleppur þannig. Virgilíus er þá úr sögunni en náttúrusteinarnir koma oft fram seinna.
 
Meginhluti sögunnar fjallar um tilraunir erlendra prinsa til að ná ástum Nítíðu eða neyða hana að öðrum kosti í hjónaband. Helstu vonbiðlarnir eru tveir, Ingi frá Miklagarði og Liforíus frá Indlandi. Ingi reynir að ná Nítíðu á sitt vald með aðstoð kuklarans Refsteins. Þeim tekst að færa meykónginn til Miklagarðs en hún sleppur auðveldlega þaðan aftur með því að beita náttúrusteini. Næst er það hinn fjölkunnugi Slægrefur sem hjálpar Inga að ræna Nítíðu en þegar til kemur hefur drottningin aftur leikið á þá því að sú sem þeir ræna er aðeins ambátt hennar í dulargervi.
 
Tilraunir Liforíusar fara fyrst í stað á svipaða lund og Inga. Honum tekst með aðstoð dvergs nokkurs að nema Nítíðu á brott en hún sleppur auðveldlega aftur heim og hefur Svíalín, systur Liforíusar með sér. Þær verða síðan hinir mestu mátar. Liforíus leitar nú ráða hjá móðursystur sinni en í þessari sögu eru það ráð kvenna sem duga best. Hún ráðleggur Liforíusi að búast í dulargervi, dveljast einn vetur hjá Nítíðu og skemmta henni með fróðleik um fjarlæg lönd. Þetta gerir hann og nefnist Eskilvarður í dulargervinu, rétt eins og Clárus í sinni sögu.
 
Nítíða sér að vísu í gegnum dulargervi Liforíusar en lætur sér þó vel líka og þegar veturinn er liðinn biður hún hann að kasta af sér gervinu. Ber nú Liforíus fram bónorð sitt og Nítíða þiggur. Ingi konungur er þó ekki af baki dottinn og þeir Liforíus heyja úrslitaorrustu. Á endanum friðmælast þeir og sögunni líkur hamingjusamlega á að allir fá kvonfang við sitt hæfi. Liforíus kvænist Nítíðu, Ingi Svíalín og Hléskjöldur Listalín, systur Inga.
 
==Sérstaða==