Munur á milli breytinga „1631-1640“

m
General Fixes using AWB
m (Bot: Flyt 68 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q196292)
m (General Fixes using AWB)
'''1631-1640''' var fjórði [[áratugur]] [[17. öldin|17. aldar]] sem telst til [[árnýöld|árnýaldar]] í [[saga Evrópu|sögu Evrópu]].
 
Í Evrópu einkenndist áratugurinn öðru fremur af ófriði. Svíar tóku þátt í Þrjátíu ára stríðinu og náðu miklum árangri til að byrja með, auk þess að tryggja beina þátttöku Frakka í stríðinu gegn keisaranum. Í Skotlandi urðu deilur um bænabók til þess að Karl Englandskonungur beið ósigur fyrir Sáttmálamönnum í Biskupastríðunum og neyddist til að kalla enska þingið saman sem aftur leiddi til Ensku borgarastyrjaldarinnar.
 
== Helstu atburðir og aldarfar ==
[[Mynd:BeheadedJizo.jpg|thumb|right|[[Búdda]]styttur sem kristnir uppreisnarmenn í Shimabara-uppreisninni í Japan (1637-1638) hjuggu höfuðin af.]]
=== Þrjátíu ára stríðið ===
Eftir nær samfellda sigurgöngu í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]] fyrstu tvö árin misstu [[Svíþjóð|Svíar]] konung sinn [[Gústaf 2. Adolf]] í [[orrustan við Lützen|orrustunni við Lützen]] [[1632]]. Ríkiskanslarinn [[Axel Oxenstierna]] tók þá við stjórnartaumunum fyrir hönd hinnar barnungu [[Kristín Svíadrottning|Kristínar drottningar]], hélt sjálfur til [[Þýskaland]]s og sá til þess að sænski herinn hélt herförum sínum þar áfram. Herstjóri keisarans, [[Albrecht von Wallenstein]] var myrtur [[1634]] vegna gruns um að hann ætti í friðarviðræðum við Svía. Í [[orrustan við Nördlingen|orrustunni við Nördlingen]] [[1634]] biðu Svíar sinn fyrsta afgerandi ósigur gegn keisarahernum en Oxenstierna samdi þá við Frakka um enn frekari stríðsstyrk og tryggði beina þátttöku þeirra í stríðinu, en fram að því höfðu þeir látið sér nægja að fjármagna það.
 
=== Einangrun Japans ===
 
=== Biskupastríðin í Skotlandi ===
[[Mynd:Henrietta_MariaHenrietta Maria.jpg|thumb|right|Málverk af hinni kaþólsku drottningu Karls 1. Englandskonungs, [[Henríetta María|Henríettu Maríu]], eftir hollenska listmálarann [[Antoon van Dyck]] frá 1633.]]
[[Karl 1. Englandskonungur]] hélt áfram [[einveldi]]stilburðum sínum og ríkti án [[enska þingið|enska þingsins]]. Tilraun hans til að koma á nýrri bænabók í [[Skotland]]i varð til þess að upp úr sauð og Skotar hófu [[Biskupastríðin]] gegn konungi. Á endanum neyddist Karl til að boða [[langa þingið|nýtt þing]] [[1640]] til þess að semja við Skota um friðarskilmála. Þetta sama þing átti síðar eftir að steypa Karli af stóli og taka hann af lífi.
 
[[Holland|Hollendingar]] áttu sitt mesta útþensluskeið í [[Austur-Indíur|Austur-Indíum]] þar sem þeir reistu bækistöðvar og hröktu [[Portúgal]]i frá verslunarstöðum. Konungssamband Portúgals og [[Spánn|Spánar]] leið svo undir lok [[1640]] þegar [[Jóhann 4.]] var hylltur sem konungur Portúgals. Uppihald hins vel þjálfaða spænska atvinnuhers og stríðið við [[Frakkland]] var orðið íþyngjandi fyrir héruð undir stjórn Spánar sem leiddi til [[Sláttumannaófriðurinn|Sláttumannaófriðarins]] [[1640]].
 
[[England|Englendingar]] héldu áfram að stofna [[nýlenda|nýlendur]] á austurströnd [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Þessar nýlendur efldust og voru í stakk búnar til að verjast árásum [[indíánar|indíána]] sem reyndu að reka Evrópubúana af höndum sér.
 
[[Rússland|Rússneskir]] [[kósakkar]] í þjónustu [[Mikael Rómanov|Mikaels Rómanovs]] náðu til [[Kyrrahaf]]sins í fyrsta skipti við [[Okotsk]]. Það var mikilvægur áfangi í því að leggja [[Síbería|Síberíu]] undir keisarann.
== Ráðamenn ==
[[Mynd:Iemitu.jpg|thumb|right|Tokugawa Iemitsu, herstjóri]]
[[Mynd:Shah_Jahan_with_his_son_Dara_ShikohShah Jahan with his son Dara Shikoh,_from_album_made_for_Shah_Jahan from album made for Shah Jahan,_ca ca._1620 1620.jpg|thumb|right|Shah Jahan, Mógúlkeisari]]
{| class="prettytable" style="font-size:90%" |
|-
115

breytingar