„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 180:
[[Mynd:Mcdonaldscasablanca1434.JPG|thumb|right|220px|[[McDonalds]]-veitingastaður í [[Marokkó]]. [[Hnattvæðing]] er bæði orsök og afleiðing aukinna alþjóðaviðskipta á undanförnum áratugum.]]
 
Í opnum hagkerfum er átt í viðskiptum við önnur hagkerfi með vörur, þjónustu og fjármagn. [[Viðskiptajöfnuður]] lýsir mismuni útflutnings og innflutnings á hverjum tíma ásamt jöfnuði þáttatekna, sem eru launa- og vaxtatekjur erlendra aðila innan hagkerfisins. [[Fjármagnsjöfnuður]] er fjárflæði erlendra eigna og skulda.<ref>Seðlabanki Íslands. Greiðslujöfnuður.</ref> Ef innflutningur er meiri en útflutningur er viðskiptajöfnuður neikvæður, sem þýðir að hagkerfið í heild sinni tekur lán til að fjármagna fjárfestingar eða neyslu. Ef útflutningur er meiri en innflutningur eru hinar aukalegu tekjur notaðar til að fjárfesta erlendis. Þannig geta þjóðir jafnað út sveiflur í neyslu á milli tíma með því ýmist að taka lán eða fjárfesta í útlöndum. Miklar sviptingar í innstreymi og útstreymi fjármagns geturgeta þó einnig leitt til ýktari sveiflna en ella.
 
Þjóðir heims nota mismunandi [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]]. Verð gjaldmiðils í samanburði við aðra gjaldmiðla er kallað [[gengi|nafngengi]], en verð vöru, þjónustu og framleiðsluþátta í samanburði við önnur lönd er kallað [[raungengi]]. Lágt raungengi þýðir að innlendar vörur eru ódýrar miðað við erlendar. Ákveðið samband er á milli raungengis og viðskiptajöfnuðar; ef raungengi er hátt er innflutningur vöru, fjármagns og þjónustu iðulega meiri en útflutningur, en þessu er öfugt háttað ef raungengi er lágt. [[Hollenska veikin]] er ákveðin tegund efnahagsörðugleika þegar mikil auðlindagnótt veldur verðbólgu og háu raungengi. Lönd hafa ýmist [[flotgengi]] eða [[fastgengisstefna|fastgengi]]. Í flotgengisfyrirkomulagi ræðst verð gjaldmiðils af viðskiptum á frjálsum markaði, en í fastgengisfyrirkomulagi deila lönd gjaldmiðli eða binda verð gjaldmiðla sinna við aðra gjaldmiðla. Samkvæmt [[Kenningin um hagkvæm myntsvæði|kenningunni um hagkvæm myntsvæði]] er æskilegt fyrir lönd að nota sama gjaldmiðil ef hagkerfi þeirra sveiflast í takt og ef vinnuafl og fjármagn geta auðveldlega ferðast á milli landanna.<ref>Mankiw og Taylor (2008): 637-675</ref><ref>Gottfries (2013): 323-436</ref>