„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 98:
Samfélaglegt [[velferðarfall]] er stærðfræðileg framsetning á samanlögðum valröðunum allra einstaklinga í samfélaginu í neyslu hagrænna gæða. Samfélagsleg [[jafnnotalína]] lýsir öllum mögulegum samsetningum hagrænna gæða sem veita samfélaginu sömu velferð þegar þeirra er neytt. Rétt eins og með framleiðslugæði er takmörkuð staðkvæmd í neyslu hagrænna gæða; samfélagið vill frekar neyta einhverrar samblöndu af mat og [[föt]]um heldur en að einungis sé neytt matar eða öfugt.
 
Staðkvæmdarhlutfall tveggja hagrænna gæða lýsir því hversu mikið af einni tegund gæða þarf að fórna í skiptum fyrir aðra tegund gæða. Staðkvæmdarhlutfall er bæði skilgreint fyrir framleiðslu og neyslu. Hagkvæmasta samsetning framleiðslu og neyslu einkennist af því að staðkvæmdarhlutfall í framleiðslu er jafnt staðkvæmdarhlutfalli í neyslu. Þetta hlutfall er skilgreint sem [[verð]]hlutfall hinna hagrænu gæða.<ref>Chen. Lecture 20. Production Possibilities Frontier and Output Market Efficiency</ref> Öll samfélög - hvort heldur heimili, landsvæði eða þjóðir - geta hagnast af [[viðskipti|viðskiptum]] við hvort annað. Þetta er vegna þess að verðhlutföll innan samfélaga eru sjaldnast hin sömu. Vegna mismunandi verðhlutfalla hafa samfélög og einstaklingar [[hlutfallslegir yfirburðir|hlutfallslega yfirburði]] í framleiðslu mismunandi gæða. Þetta gerir það að verkum að með sérhæfingu í framleiðslu og viðskiptum sín á milli geta samfélög og einstaklingar notið neyslusamsetningar sem er utan við framleiðslujaðar þeirra.<ref>Mankiw og Taylor (2008): 45-53</ref>
 
Öll samfélög - hvort heldur heimili, landsvæði eða þjóðir - geta hagnast af [[viðskipti|viðskiptum]] við hvort annað. Þetta er vegna þess að verðhlutföll innan samfélaga eru sjaldnast hin sömu. Vegna mismunandi verðhlutfalla hafa samfélög og einstaklingar [[hlutfallslegir yfirburðir|hlutfallslega yfirburði]] í framleiðslu mismunandi gæða. Þetta gerir það að verkum að með sérhæfingu í framleiðslu og viðskiptum sín á milli geta samfélög og einstaklingar notið neyslusamsetningar sem er utan við framleiðslujaðar þeirra.<ref>Mankiw og Taylor (2008): 45-53</ref>
 
[[Kenning]]in um hlutfallslega yfirburði hefur notið almennrar viðurkenningar síðan á [[19. öld]], en þó að viðskipti auki alltaf velferð samfélaga í heild sinni getur verið að frívæðing viðskipta komi illa við suma einstaklinga innan hagkerfisins. Þetta er gjarnan raunin í [[atvinnugrein]]um þar sem [[verð]] lækka við frívæðingu viðskipta. Hagrænar ákvarðanir eru kallaðar [[Pareto-hagkvæmni|Pareto-bætandi]] ef þær auka velferð að minnsta kosti eins aðila í hagkerfinu án þess að skaða velferð neins annars. Aðstæður eru kallaðar Pareto-hagkvæmar ef ekki er hægt að auka velferð neins í hagkerfinu án þess að skaða velferð einhvers annars.<ref>Facchini, G. og Willman, G. Pareto gains from trade.</ref>