„Steinn Steinarr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Sagan af nasistafánanum
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 6:
== Nasistafáninn ==
 
Steinn Steinarr var einn þriggja manna sem skáru niður nasistafána sem blakti við hún á Siglufirði, 6. ágúst 1933. Ásamt hinum tveimur og stærri hópi ætlaðra samverkamanna, var Steinn ári síðar dæmdur fyrir verknaðinn til fangelsisvistar fyrir landráð. Hæstiréttur staðfesti dóminn árið 1935, en honum var þó ekki fullnægt. Í Morgunblaðinu voru mennirnir ávíttir harkalega, þann 8. ágúst, undir fyrirsögninni „Siglfirskir kommúnistar svívirða stjórnarfána Þjóðverja“. „Það er vitað,“ stóð í greininni, „að afkoma síldarútgerðarinnar nú, sjómanna, verkamanna og útgerðarmanna, er mjög undir því komin, hvernig tekst með viðskiptin við Þjóðverja.“ Málið var aldrei tekið til endurskoðunar fyrir dómstólum.<ref>[http://www.sild.is/ahugavert/greinar/steinn-steinarr-i-sildinni/ Örlygur Kristfinnsson, „Steinn Steinarr í síldinni“, á vef Síldarminjasafns Íslands]</ref>
 
== Tenglar ==