„Geðklofi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: pt:Esquizofrenia er fyrrum úrvalsgrein
m LanguageTool: typo fix
Lína 66:
[[Veirusýking]] mæðra á meðgöngu hefur einnig verið tengd geðklofa. Það er áhugavert að fleiri börn fæðast með geðklofa seint um vetur eða á vori en á öðrum árstímum. Veirusýkingar eru enda algengari á veturna og rennir það stoðum undir kenninguna. Fræðimenn eru hins vegar flestir á því máli að veirusýking mæðra á meðgöngu sé aðeins ein möguleg orsök geðklofa og sé ábyrg fyrir litlum hluta hjá þeim sem greinast með geðklofa.
 
Formgerð heila sumra geðklofa virðist frábrugðin venjulegum heila og á það jafnt við um konur og karla. Rannsóknir hafa sýnt að þriðja [[heilahol]] geðklofasjúklinga er oft óeðlilega stórt og stærðina er ekki hægt að skýra með þáttum eins og aldri eða meðferð. Ástæðan er talin vera vegna einhvers sem gerist á [[fósturskeið]]i barnsins en hvað er ekki vitað. Þar sem aukin stærð virðist hafa komið fram þegar einkenni geðklofans koma fyrst í ljós er víst að stækkað [[heilahvel]] er ekki afleiðing sjúkdómsins. Athuga verður hins vegar að þessi afbrigðileiki heilauppbyggingar er ekki til staðar hjá öllum geðklofasjúklingum, heldur benda rannsóknir til þess að hún verði aðeins hjá um þriðjungi þeirra. Að sama skapi á hún sér einnig stað hjá einstaklingum sem ekki þjást af geðklofa. Sumir rannsakendur halda því ennfremurenn fremur fram að hún sé aðallega tengd neikvæðum einkennum geðklofa en sú tilgáta hefur ekki verið sönnuð. Rannsóknir á þessari óvanalegu heilabyggingu líða að nokkru leyti fyrir það að aðeins er hægt að skoða heila geðklofa gaumgæfilega eftir að þeir deyja og því er ekki hægt að rannsaka hana á sama tíma og hegðun og hugsunum geðklofans er könnuð. Ný tækni í heilaskönnun ætti hins vegar að geta varpað mun betra ljósi á þetta atriði sem og önnur.
 
=== Taugaboðefni ===
Lína 108:
Sjálfshjálparhópar fyrir geðklofa og fjölskyldur þeirra eru mikilvægir. Hóparnir styrkja samheldni einstaklinga og hjálpa þeim að gera sér grein fyrir því að þeir standi ekki einir, að aðrir séu í sömu sporum. Í sjálfshjálparhópum geta geðklofar og fjölskyldumeðlimir einnig fengið ráð frá öðrum sem hafa verið í sömu sporum. Þrátt fyrir að flestir leiti til sjálfshjálparhópa eftir að þeir hafa útskrifast og eru að fóta sig á ný í lífinu er gagnsemi þeirra ekki eingöngu bundið við það hlutverk. Þeir geta verið mikilvægir þrýstihópar í ýmsum málum og geta unnið að því að breyta viðhorfum fólks til sjúkdóma, sem gerir það því oft auðveldara fyrir fjölskyldumeðlimi ef sjúkdómur bankar uppá hjá þeim. Sjálfshjálparhópar, sem í upphafi hafa ef til vill haft það helst á stefnuskrá sinni að sýna samhyggð og stuðning, geta þannig þróast í það að veita upplýsingar og útrýma fordómum.
 
Stuðningur við geðklofa getur komið úr öðrum áttum en þeim sem minnst er á hér að ofan. Prestar og vinir geta haft sitt að segja þegar kemur að því að sinna eða hjálpa geðklofa. Almennt gildir að því meiri sem stuðningurinn er og því betur sem aðrir skilja sjúkdóminn og það hvað geðklofinn gengur í gegnum, því betri eru horfurnar fyrir hann og því minni líkurnar á því að honum hraki. Þetta breytir því þó ekki að þrátt fyrir að geðklofi fái alla þá meðferð sem hann getur er ennþáenn þá hætta á að honum hraki.
 
== Batahorfur ==
Lína 127:
 
== Aðrar kenningar um geðklofa ==
Á sjöunda áratugnum komu fram kenningar um að geðklofar væru í raun og veru ekki veikir heldur endurspegluðu þeir öfgar fjölbreytileika mannfólksins og það, ásamt því að þeir næðu ekki að aðlagast samfélaginu nægjanlega vel, ylli því að þeim væri komið fyrir á hælum. Þessi nálgun er hluti mun viðameiri spurningar: hvað er heilbrigt og hvað ekki? Á meðan þær spurningar eru þarfar og eiga í flestum tilfellum rétt á sér gera þær lítið fyrir geðklofa í sjálfu sér. Geðklofi er sjúkdómur sem finnst í öllum samfélögum og prósenta þeirra sem taldir eru þjást af geðklofa er sömuleiðis svipuð alls staðar, burtséð frá menningu. Þau rök renna stoðum undir þá staðhæfingu að geðklofi sé í raun sjúkdómur sem gangi, a.m.k. að einhverju leitileyti, í erfðir.
 
== Ýmislegt ==