„Ál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: es:Aluminio er fyrrum úrvalsgrein; útlitsbreytingar
m LanguageTool: typo fix
Lína 168:
Styrkur og ending álblandna eru mjög mismikil, ekki aðeins vegna íblöndunarefnanna heldur vegna hitameðhöndlunar og framleiðsluferla. Þekkingarskortur á réttum aðferðum hefur stundum valdið hönnunargöllum í byggingum og í kjölfarið vantrausti á ágæti áls sem byggingarefni.
 
Ein veruleg takmörkun álblandna sem byggingarefni er [[efnisþreyta|þreytu-styrkur]] þeirra. Ólíkt stáli hafa álblöndur ekkert vel skilgreint [[þreytumark]] sem þýðir að þreytubrot á sér stað á endanum jafnvel vegna mjög lítils lotubundins álags. Þetta þýðir að verkfræðingar verða að meta álagsmynstur mannvirkisins og hanna útfráút frá [[efnisþreyta#Hönnun gegn þreytu|ákveðnum líftíma]] en ekki óendanlegum.
 
Annar mikilvægur eiginleiki álblandna er viðkvæmni þeirra fyrir hita. Það flækir verkstæðisvinnuferli sem fela í sér hitun að ólíkt stáli bráðnar ál án þess að verða fyrst rauðglóandi. Þetta veldur því að notkun [[gasbrennari|gasbrennara]] til að móta ál útheimtir nokkra sérkunnáttu því ekki er hægt að sjá hversu nærri efnið er því að bráðna. Í álblöndum þróast einnig innri [[spenna (í efni)|spennur]] vegna hitunaraðgerða eins og [[málmsuða|suðu]] og steypu. Vandinn við álblöndur í þessu tilliti er lágt [[bræðslumark]] þeirra, sem veldur því að hlutir úr þeim aflagast frekar fyrir áhrif spenna vegna hitameðhöndlunar. Ná má fram stýrðri spennuminnkun meðan á framleiðslu stendur með því að hitameðhöndla hlutina í ofni og kæla þá síðan smám saman – í reynd [[glóða]] spennurnar.
Lína 186:
 
== Saga ==
[[Grikkland til forna|Forn-Grikkir]] og [[Rómarveldi|Rómverjar]] notuðu álsölt sem litfesti við fatalitun og sem herpir þegar bundið var um sár; [[álún]] er ennþáenn þá notað sem herpiefni (til að stöðva blæðingar). Árið 1761 lagði [[Guyton de Morveau]] til að grunngerð álúns yrði kölluð ''alumine''. Árið 1808 greindi [[Humphry Davy]] fyrstur manna málmkennt grunnefni álúns sem hann nefndi fyrst ''alumium'' og síðar ''aluminum''.
 
[[Friedrich Wöhler]] er almennt eignaður heiðurinn af því að hafa fyrstur manna einangrað ál (á [[latína|latínu]] ''alumen'', álún) árið 1827 með því að blanda [[vatnsfirrtur|vatnsfirrtu]] [[álklóríð]]i saman við [[kalín]]. Danski eðlis- og efnafræðingurinn [[Hans Christian Ørsted]] hafði þó fyrstur búið málminn til tveimur árum áður (í óhreinni mynd) og má því einnig telja hann hafa uppgötvað hann.<ref>Yinon Bentor, [http://www.chemicalelements.com/elements/al.html Periodic Table: Aluminum](Skoðað 11. ágúst 2007).</ref> Enn fremur uppgötvaði [[Pierre Berthier]] ál í súrálgrýti og vann það úr því.<ref>[http://www.todayinsci.com/7/7_03.htm#Berthier Pierre Berthier] (Skoðað 11. ágúst 2007).</ref> Frakkinn [[Henri Etienne Sainte-Claire Deville]] endurbætti aðferð Wöhlers árið 1846 og lýsti endurbótum sínum í bók sem kom út árið 1859, en helsta bótin var notkun [[natrín]]s í stað hins umtalsvert dýrara kalíns.