Munur á milli breytinga „Svava Jakobsdóttir“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 6 árum
m (fixing dead links)
 
==Ævi==
Svava fæddist áí Neskaupsstað þar sem faðir hennar var sóknarprestur, ung að árum fluttist hún með fjölskyldu sinni til [[Saskatchewan]] í [[Kanada]] þaðan sem fjölskylda hennar sneri aftur til Íslands [[1940]]. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] 1949. Árið 1950 birtist fyrsta smásaga hennar „''Konan í kjallaranum''“ í smásagnakeppni tímaritsins [[Líf og list]] og vann hún fyrstu verðlaun. Því næst stundaði hún stuttlega nám í [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] áður en hún hélt til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] til náms við Smith College í Northampton í [[Massachusetts]] og lauk B.A.-gráðu í enskum og amerískum bókmenntum árið [[1952]]. Ennfremur sótti hún framhaldsnám í forníslenskum bókmenntum við Somerville College í [[Oxford]] í [[England]]i frá 1952 til 1953. Þann [[11. júní]] [[1955]] giftist hún Jóni Hnefli Aðalsteinssyni.
 
Svava starfaði í [[utanríkisráðuneytið|utanríkisráðuneytinu]] og í íslenska sendiráðinu í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] 1955 til 1960. Hún kenndi við Barna- og unglingaskólann á [[Eskifjörður|Eskifirði]] 1963 til 1964. Árið 1965 eftir kom fyrsta bók hennar, smásagnasafnið ''12 konur'' út. Svava tók sér starf sem blaðamaður við [[Lesbók Morgunblaðsins]] 1966 til 1969. Árin [[1968]] til 1971 settist hún í stjórn [[Rithöfundarfélag Íslands|Rithöfundarfélags Íslands]] og starfsmaður við dagskrárdeild [[RÚV]] 1969 til 1970. Svava var fulltrúi Íslands í samráðshóp sem gerði úttekt á menningarsamstarfi Norðurlandanna á grundvelli norræna menningarmálasamningsins 1972 til 1978. Hún var varamaður í stjórn [[Norræna húsið|Norræna hússins]] í Reykjavík 1979 til 1984 og í safnráði [[Listasafn Íslands|Listasafns Íslands]] 1979 til 1983. Hún var fulltrúi Íslands í jafnréttisnefnd Norðurlanda 1980 til 1983. Hún var í stjórn [[Mál og menning|Máls og menningar]] 1976 til 1979 og átti einnig sæti í fulltrúaráði þess. Hún var í [[Rithöfundaráð]]i 1978 til 1980. Hún sat einnig í stjórn [[Leikskáldafélag Íslands|Leikskáldafélags Íslands]] 1986 til 1990. Svava var fulltrúi Íslands í listkynningu Scandinavia Today í Japan 1987.
Óskráður notandi