„Nes við Seltjörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 41:
Í kringum 1970 veittu menn því fyrst athygli að á óbyggða svæðinu vestan Nesstofu væru hringlaga myndanir, en þær sjást tæpast nema úr lofti.<ref>Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1994, bls. 152.</ref> Rekja má upphaf fornleifarannsókna í Nesi til áhugans sem vaknaði á þessum hringum þegar myndir af þeim birtust í blöðum. Kristinn Magnússon fornleifafræðingur gerði könnunarskurð í eitt þessara hringlaga gerða árið 1993. Rannsókn hans leiddi í ljós að gerðið var manngert og hafði verið byggt með einfaldri torfhleðslu stuttu eftir landnám.<ref>Kristinn Magnússon. 1995.</ref>
 
Á árunum 1994-1997 fóru fram talsvert umfangsmiklar rannsóknir í Nesi á vegum bæjarins. Þar á meðal voru árið 1994 gerðar jarðsjármælingar sem gáfu sterkar vísbendingar um staðsetningu kirkjubyggingar og kirkjugarðs.<ref>Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1994b.</ref> Árin 1995-1996 var grafinn könnunarskurður og -hola við Nesstofu og tekin sýni úr þeim sem notuð voru til að meta varðveisluskilyrði jurta- og dýraleifa. Niðurstöðurnar voru þær að varðveisluskilyrði í jarðvegi væru góð.<ref>Garðar Guðmundsson. 1995.</ref> Í könnunarskurðinum sem grafinn var fundust leifar sjö grafa, sem bendir til að þétt hafi verið grafið í þeim hluta garðsins þar sem skurðurinn var tekinn.<ref>Orri Vésteinsson. 1995a.</ref> Eftir að rannsóknum lauk sumarið 1995 tók Orri Vésteinsson saman tillögur um rannsóknir og kynningu á menningarminjum í Nesi fyrir Seltjarnarnesbæ.<ref>Orri Vésteinsson. 1995b.</ref> Önnur samantekt var gerð árið 2009 þar sem niðurstöður rannsókna á fornleifum frá tímabilinu 1760-1900 voru teknar saman og tillögur um miðlun þeirra settar fram.<ref>Kristín Halla Baldvinsdóttir og Anna Björg Þorgrímsdóttir. 2009.</ref>
 
Árið 1996 voru gerðar ýmsar rannsóknir á Nesjörðinni. Teknir voru prufuskurðir á nokkrum stöðum í túninu og nokkrar prufuholur þar að auki. Jafnframt var gerð fosfatgreining, frjókornagreining og viðnámsmæling til að leita svara við spurningum um aldur og hlutverk mannvirkjanna. Niðurstöðurnar styrktu m.a. þá kenningu sem áður hafði komið fram um að hringlaga gerðin í túninu hefðu verið byggð í tengslum við jarðrækt af einhverju tagi. Í ljós kom að fosfatmagn í túninu við Nesstofu væri á heildina litið hátt og óreglulegt, en fosfatmagn endurspeglar hvar mannvistarleifar má helst finna.<ref>Hildur Gestsdóttir og Orri Vésteinsson. 1996.</ref> Viðnámsmælingar leiddu ekki í ljós skýrar vísbendingar um áður óþekkt mannvirki undir sverði. Þess skal getið að enn hefur ekki tekist að skera úr um nákvæman tilgang hringlaga gerðanna.<ref>Margrét Hrönn Hallmundsdóttir. 2010, bls. 7.</ref>